Er lífið yndislegt?

28.2.07

Jæja þá er komið að því. Hann Máni minn, félagsfræðingur verðandi og vökumaður, ætlar að taka mig í gegn, það er að segja kenna mér að lyfta rétt og segja mér hvernig ég eigi að fara að þessu öllu saman. Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem maður reynir að lyfta til að létta sig og styrkja en þetta er í fyrsta skipti sem ég hef einhvern sem kann eitthvað til þess að kenna mér réttu hlutina og auðvitað verður maður að nýta sér það vel. Kannski maður verði orðinn breyttur maður í sumar, hver veit?

- lífið er breytingum háð -

26.2.07

Ég flokka mig ekki sem skammdegisþunglyndan mann. Vissulega verður maður pirraðri í jan, feb, meira pirraður en restina af árinu, bæði af því að maður sér lítið sökum 3 klst dags og kannski líka bara af því að jólin eru þá ný búin og alveg 10 mánuðir í næstu, sko í febrúar. Dagarnir hjá okkur Söndru eru að verða lengri og lengri. Við vöknum alltaf klukkan 7, hendum börnunum "okkar" á fætur, fæðum og klæðum þau öll og undirbúum okkur svo. Þetta tekur svona 40 - 60 mínútur. Síðan förum við í skólann og þykjumst læra þangað til að það er kominn tími til að ná í gríslingana aftur. Um kvöldmat er borðað og allir komnir upp í rúm klukkan 10. Þá glápum við á þátt eða mynd og klukkan ýmist orðin 11 eða hálf tólf. Þá erum við orðin svo þreytt að við höldum að klukkan sé orðin 3. Með þessu er ég að segja að ég held að það borgi sig að eiga börn. Þá hættir maður þessari "vakaframeftiröllu" vitleysu. En ég ætla samt ekki að eignast barn strax.

Þú ert með platnúmer, hver kannast ekki við þessa setningu? Egill Ólafsson, sem er í langlífustu hljómsveit allra tíma stofnuð 1901 held ég, syngur þessa fínu línu. Ég hef heyrt þessa auglýsingu nokkrum sinnum en fatta samt ekki alveg um hvað er verið að tala. Reyndar fatta ég sjaldan það sem flestir fatta en það er sama, endilega segið mér hvað er verið að auglýsa

Annars er þetta blogg orðið of langt til þess að nokkur maður nenni að lesa það. Þannig að ég ætla ekkert að hafa þetta lengra. Good Day!

- lífið er hver vakandi stund -

23.2.07

hæ hó hæ, bætti við nokkrum síðum undir annað. Veit að kannski ættu einhverjar síður þar að vera undir bloggarar en mér finnst þær svo mikið meira en bara blog síður þannig að ég setti þær þarna. P.s það er ekkert verra að vera undir annað.
Kvefið hefur náð yfirvöldum. Ég er með ónot í eyrum, hálsi og nefi. Kvef er það leiðinlegasta sem ég get upplifað mér finnst meira að segja ælupest + skárri. Ælupest + er þegar maður þyrfti helst tvö klósett þú skilur og ef ekki aumingja þú.
Sandra er farin í ræktina, ræktast eins og óð kona þessa dagana. Hún stendur sig mjög vel í hús/móðurhlutverkinu enda datt engum annað í hug.

- lífið er veikindi -

22.2.07

Gærkveldið: Keila með Finni, Björgvin, Svetlönu, Raphael og Stulla.
Tilefnið: Afmælið hans Björgvins.
Staðsetning: Keiluhöllin í öskjuhlíð.
Stemning: Fín stemning, mikið hlegið og grátið og þó nokkuð um dans.
Klæðnaður: Skyrta, gallabuxur og auðvitað keiluskór
Eftirminnilegast: Hef aldrei séð Finn keila svona illa, hins vegar hef ég aldrei séð töluna 162 (á að vera 163 tölvan í keiluhöllinni í fokki) áður á skjánum. Metið mitt áður var 152 í gær náði ég 163.
kostnaður: 2100 krónur með öllu.
Niðurstaða: Fínt kvöld í alla staði. Keila er pottþétt sport fyrir þá sem vilja skemmta sér í góðra vina hópi. Allir sýndu snilldartakta, þó sumir kannski snilldar lélega takta en allir skemmtu sér konunglega. Kostnaðurinn var meiri en venjulega af því að þetta var diskókeila og helst hefði ég viljað slökkva diskóljósin og borga minna en eftir 163 stigin var mér alveg sama.

Þar hafiði það keila fyrir þá sem hafa ekkert að gera. Þeir telja sig vera búnir að sanna það að tvær litlar kartöflur hafi hlaupið yfir gólfið í Bónus en ekki mýs eins og virtist í fyrstu. Ég trúi þeim alveg og ef vel ef vel er að gáð, þá fer þetta of hægt yfir, til að geta verið mýs, því þær HLAUPA milli felustaða.

- lífið er leikur -

20.2.07

Þegar ég skrifa þessa færslu, þriðju færslu mína í dag, tek ég eftir því að 25 manns hafa skoðað síðuna síðan ég setti inn teljar í gær. Ég hef farið svona 12 sinnum inn á hana sem þýðir að 13 manns eða 1 frekar mikill aðdáandi minn hafa stungið nefi sínu hér inn. Ég vil þakka fyrir heimsóknirnar og þar sem ég hef hvorki kaffi né kleinur til að bjóða upp á ákvað ég að hafa þessa mynd ykkur til dægrastyttingar í boði Finns Torfa

- lífið er vinskapur -

Vil benda á að tveir blogg félagar mínir, þeir Björgvin og Gylfi hafa fært sig yfir á aðra síðu og blogga þar stíft þessa dagana. Ég er að sjálfsögðu búinn að breyta þessum linkum þannig að ef þið veljið þá farið þið á nýju síðurnar. Til hamingju BGs með nýju síðurnar

- lífið er nýstárlegt -

- Í dag 20.02 á Björgvin nokkur Gunnarsson afmæli. 27 ára er snáðinn, með öðrum orðum fæddur það herrans ár 1980.
- Björgvin kynntist ég í Fellabæ árið 1992 og hef því þekkt hann í 15 ár. Björgvin býr núna í Reykjavík og vinnur á Hótel Vík og leitar sér vinnu á daginn með því.
- Björgvin er að vinna í kvöld en ætlar ásamt dömu sinni Svetlönu að efna til afmæliskeilu annað kvöld þar sem aðeins vel valdir einstaklingar fá að spreyta sig. Hamingjuóskum er hægt að koma til skila í síma 8662066 eða commenta hér fyrir neðan
- fyrir hönd Yndislegs Lífs óska ég Björgvin til hamingju með daginn og vona að hann verði sem ánægjulegastur

- lífið er afmæli -

19.2.07

Í gær, konudaginn, fór ég ásamt minni heittelskuðu á stefnumót. Í tilefni dagsins fékk hún að ráða hvernig kvöldinu yrði háttað og verð ég að segja að enn einu sinni valdi daman bara nokkuð vel. Austurlandahraðlestin í Hlíðarsmáranum var fyrsti viðkomustaður. Þar settumst við niður við risastórt borð enda ekki um annað að velja. Fyrst fannst mér þetta skrítinn staður til að borða á vegna þess að mér fannst hann eitthvað svo opinn og þjónninn var eins og hann væri ekki vanur að þurfa að þjóna til borðs því það pöntuðu allir við "búðarborðið". En eins og Sandra benti á er þetta veitingasalur og Take away og þeir sem pöntuðu á seinni háttinn voru þeir sem töluðu við strákinn á "búðarkassanum". Maturinn var í einu orði meiriháttar. Kjúklingur í Indversku kryddi, hvítlauksnaanbrauð og hrísgrjón með jógúrtsósu. Mæli eindregið með góðum og nokkuð ódýrum mat þarna.
Síðan renndum við okkur niður brekkuna að Smáralindinni og fórum í bíó. Pursuit of happyness, stafa þetta rétt þó það sé rangt, skartar feðgunum Will og Jaden Smith í aðalhlutverkum. Ég er rosalega lítill Will aðdáandi, eiginlega bara þveröfugt, en í þessari mynd sýndi hann hreint út sagt snilldartakta. Myndin var átakanleg, fyndin, sniðug og grátleg allt í bland og fjallar hún um mann sem byrjaði með 23$ í vasanum og vann sig upp. Skemmtileg mynd, sérstaklega fyrir pör eða fjölskyldur.
Síðan svæfði ég mína konu og fór og horfði, ásamt GylfaIngabirniStefánibogaBjörgvinÞórðiogGuðna á stjörnuleik NBA deildarinnar þar sem mikið var um troðslur og læti.
En þar sem að þetta er orðið langt og fólk nennir ekki að lesa löng blogg ætla ég að enda þetta á

- lífið er skin og sjaldnast skúrir -

15.2.07

"Suður-kóresk kona hefur sett heimsmet í karíókísöng eftir að hafa sungið í nærri 60 klukkustundir á Valentínusardaginn til þess að gleðja eiginmann sinn sem á við veikindi að stríða."

Þetta sá ég ritað á mbl.is, því virta tímariti sem Mogginn er. Það var alveg hægt að velja meira, þ.e.a.s að lesa meira um fréttina en svona blasir hún við manni á forsíðu vefsíðunnar. Það sem ég er ekki að velta fyrir mér er hversu rómantísk eða útúrheiminumrugluðafást þessi kona er, heldur velti ég mikið fyrir mér hversu langir dagarnir eru í Kóreu. Væntanlega setti hún metið á Valentínusardaginn og hefur viðkomandi blaðamaður bara komið þessu illa út úr sér, en að hún hafi sungið í 60 klst á V-day, ég á erfitt með að trúa því.

- lífið er greinileg of stutt á Íslandi -

9.2.07

Í gær töpuðu allir háskólanemar með 20 atkvæðum í baráttunni sinni við óskilvirkt stúdentaráð. Röskva fór með sigur af hólmi með 20 atkvæðum og fengu því fimm menn inn, Vaka aðeins 4 menn og Háskólalistinn engan. Ég ætla svo sem ekkert að setja mikið út á Röskvuna þar sem að innan um annars flissandi, leiðinlegra skjótandi og hálf barnalegra krakka leynist ágætis fólk. Hins vegar vil ég bara segja að ég vona að Röskva haldi áfram að koma með góðar hugmyndir og einnig vona ég að þau byrji loksins á að hugsa um framkvæmdarsviðið svo að eitthvað gerist í hagsmunum okkar stúdenta. En nóg um biturð mína.
Ykkur sem kusuð vöku vil ég bara senda þakkir fyrir hjálpina í erfiðri baráttu og lofa ykkur að VAka er hvergi hætt sínum öflugu störfum.

- lífið er stundum ósigur -

8.2.07

Skemmtilegt að að loknum lestri þessarar síðu sést að ég er greinilega orðinn hluti af kynslóð sem ekki telst nýjasta kynslóð. Þetta segir mér að ég er að verða gamall enda að upplifa 26 árið mitt. 77 ár að meðaltali held ég að það sé sem íslenskur karlmaður lifir að meðaltali og samkvæmt því hef ég því lifað 32% ævi minni og mér sem finnst ég svo ungur. En maður tekur þessu bara með ró og tekur þessi 68% æviára með pompi og prakt og vonar að maður eigi eftir að láta ljós sitt skína.

Annars er bara að frétta að kosningar til Stúdentaráðs eru á fullu spítti þessa dagana og stuðið í kringum það er eins og venjulega. Við Vökufólkið erum búin að vera mjög dugleg við að kynna okkar málefni og smúðtalka vini okkar í að styðja okkur, síðan kemur þetta bara í ljós í nótt. Wish us luck.

- lífið er þriðjungað -

6.2.07

Vá blogg leysið maður, afsakið það. Ég fór að pæla áðan þegar að ég tók strætó frá þjóðarbókhlöðunni sem að stendur við Hringbraut til JL hússins, Hringbraut 121, strætó ferð sem tók mið hálftíma, hvað fólk sér við það að búa í Vesturbænum frekar en t.d. kópaovogi. Bíllaus og því strætó farþegi er ég 12 mínútur úr kópavoginum að Þjóðarbókhlöðu, ca 7km. Hálftími þessa 1.5km leið. stæðin við húsin hérna eru um hálft stæði á hús meðan að til dæmis er hægt að leggja 5 bílum við húsið mitt. Minna svifryk þar sem að það er minni umferð í kópavoginum og minni hávaði, fyrir utan elsku nágranna mína. Það sem að ég er kannski að reyna að koma út úr mér er að það er mun betra að búa í Kópavogi heldur en í vesturbæ Reykjavíkur,

meira hef ég ekki að segja nema X-A go VAKA

- lífið er Kópavogur -