Er lífið yndislegt?

15.2.07

"Suður-kóresk kona hefur sett heimsmet í karíókísöng eftir að hafa sungið í nærri 60 klukkustundir á Valentínusardaginn til þess að gleðja eiginmann sinn sem á við veikindi að stríða."

Þetta sá ég ritað á mbl.is, því virta tímariti sem Mogginn er. Það var alveg hægt að velja meira, þ.e.a.s að lesa meira um fréttina en svona blasir hún við manni á forsíðu vefsíðunnar. Það sem ég er ekki að velta fyrir mér er hversu rómantísk eða útúrheiminumrugluðafást þessi kona er, heldur velti ég mikið fyrir mér hversu langir dagarnir eru í Kóreu. Væntanlega setti hún metið á Valentínusardaginn og hefur viðkomandi blaðamaður bara komið þessu illa út úr sér, en að hún hafi sungið í 60 klst á V-day, ég á erfitt með að trúa því.

- lífið er greinileg of stutt á Íslandi -

1 Comments:

  • hmm... kannski söng hún í 60 klst yfir mörg tímabelti? Þannig lagað séð mætti alveg segja að ég hefði verið í 0 sekúndur með þetta komment, afþví að í huganum bakkaði ég um tímabelti.. eða uu já eitthvað. Æ þú veist, möguleikarnir eru óendanlegir! Einn þeirra er þó ekki að mogginn ljúgi, því mogginn lýgur aldrei!

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home