Er lífið yndislegt?

23.1.07

Jæja foreldrar mínir eru farnir til Kúbu að kveðja Castro. Það þýðir það að húsið er einungis undir mig, páfagaukinn okkar, fiskana mína og kærustuna. Það er ekki laust við það að vera einn heima sé ein besta tilfinning sem nokkur maður getur fundið, sérstaklega þegar hann er kominn á háan aldur eins og ég. Auðvitað ætti maður bara að búa einn en það kemur að því. Gylfi kom frá Liverpool í nótt, reyndi að ná í mig til að fá einhverja lykla, vaknaði ekki og fann hann dáinn fyrir utan húsið þegar ég fór í morgun. Sorry Gylfi my mistake. Annars er allt gott að frétta, blæs að sunnan og napur gjóla svona inn á milli en annars stillt veður. Hafið það gott.

- lífið er yndislegt -

18.1.07

"Kringlan, eina stafræna bíóið á Íslandi, engar rispur, ekkert ryk, ENGIN MYND!!!!" Gærkvöldið var fullt af innihaldsríkum atburðum sem ekki eiga sér stað á hverjum degi. Reyndar var það bara einn hlutur, ég, Sandra, Svetlana og Björgvin (vona að ég sé að stafa nafnið hennar rétt, enginn rússi í mér) fórum í bíó í gær að sjá ðe prestíts (the prestige) mynd sem fjallar um einhverja töframenn og snilldina þeirra. Við höfðum setið og horft með spennuglampa í augum þegar að allt í einu hvarf myndin, ég hélt fyrst að einhver hefði bara galdrað eitthvað og bjóst við mynd innan 20 sekúndna. Síðan heyrðist bara í persónum myndarinnar tala en engin var myndin í svona 3 mínútur. Síðan komu auglýsingar en textinn af myndinni hélt áfram. Eftir um 13 furðulegar mínútur kemur stelpa 112cm á hæð með blað í hendinni og horfir niður og segir við næsta mann "Bíóið er bilað" stelpugreyið mjög feimin. Nú þetta endaði með því að allur hópurinn strunsaði út og við skrifuðum niður á blað nöfnin okkar og kennitölur og eigum víst að fá frítt í bíó næst, jibbí. En á heildina litið var þetta fínt og svo ég hermi nú eftir honum Finni Torfa og gef þessu einkunn myndi ég segja:
Félagsskapurinn 5 líf af 5
Kvikmyndahelmingur 4 líf af 5
Augljós hræðsla og feimni litlu stelpunnar með blaðið 6 líf af 5 (það er víst hægt)
Þannig að þrátt fyrir mishepnaða bíóferð varð þetta allt gott og aðeins 12 manns tróðust undir þegar liðið fór út úr salnum og því fær þetta kvöld 5 líf af 5

- lífið er stafrænt -

16.1.07

Jæja þið hafið eflaust haldið að ég væri annað hvort dauður eða hættur að blogga. Raunin er önnur, ákvað að taka mér jólafrí í blogginu og þar sem að skólinn er byrjaður hef ég hafið ritstörf mín á þessari síðu aftur. Hér er þónokkuð að frétta. Soffía systir mín er farin ásamt Kristjáni Frey systursyni okkar til Perú og ætla að vera þar og í Brasilíu í 7 mánuði. Ég og mín heittelskaða Sandra erum búin að fá íbúð undir súð á háteigsveginum þar sem við munum hefja nýtt tímabil í okkar lífi en það verður ekki fyrr en í mars. Íbúðin er 50 fermetrar með um 10 fermetra baði sem er á neðri hæð, þó bara fyrir okkur. hins vegar nýtist íbúðin ekki vel þar sem hún er undir súð en það verður fínt að byrja þarna, sérstaklega af því að leigan verður líklega samasem engin. Mamma og pabbi eru að fara að selja kofann og ætla að finna sér litla íbúð í blokk einhversstaðar þar sem þau eru búin að "losna" við öll börnin allavega þar til Soffía kemur heim. Jólin voru voðalega fín og fékk ég ýmislegt í búið, gítar sem var framleiddur í USSR og því líklega að verða antík. Skólinn byrjaði á fullu í gær og starfið í Vöku fer að aukast núna til muna þar sem að kosningar eru í byrjun Febrúar. Annars er ég bara að reyna að koma mér í gírinn að læra en Playstation tölvan hans Gylfa tekur mikinn tíma af mér :D En bara smá svona til að segja ykkur að ég sé á lífi og að

- lífið er yndislegt -