Er lífið yndislegt?

8.2.07

Skemmtilegt að að loknum lestri þessarar síðu sést að ég er greinilega orðinn hluti af kynslóð sem ekki telst nýjasta kynslóð. Þetta segir mér að ég er að verða gamall enda að upplifa 26 árið mitt. 77 ár að meðaltali held ég að það sé sem íslenskur karlmaður lifir að meðaltali og samkvæmt því hef ég því lifað 32% ævi minni og mér sem finnst ég svo ungur. En maður tekur þessu bara með ró og tekur þessi 68% æviára með pompi og prakt og vonar að maður eigi eftir að láta ljós sitt skína.

Annars er bara að frétta að kosningar til Stúdentaráðs eru á fullu spítti þessa dagana og stuðið í kringum það er eins og venjulega. Við Vökufólkið erum búin að vera mjög dugleg við að kynna okkar málefni og smúðtalka vini okkar í að styðja okkur, síðan kemur þetta bara í ljós í nótt. Wish us luck.

- lífið er þriðjungað -

2 Comments:

  • djös rugl að þið tókuð þetta ekki...ekki sátt sko

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:25 e.h.  

  • Nei Helga ég er heldur ekki sáttur, hins vegar verðum við bara að taka þessu eins og það er og vona að þa fari betur næst

    By Blogger Bergvin, at 4:48 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home