Er lífið yndislegt?

9.2.07

Í gær töpuðu allir háskólanemar með 20 atkvæðum í baráttunni sinni við óskilvirkt stúdentaráð. Röskva fór með sigur af hólmi með 20 atkvæðum og fengu því fimm menn inn, Vaka aðeins 4 menn og Háskólalistinn engan. Ég ætla svo sem ekkert að setja mikið út á Röskvuna þar sem að innan um annars flissandi, leiðinlegra skjótandi og hálf barnalegra krakka leynist ágætis fólk. Hins vegar vil ég bara segja að ég vona að Röskva haldi áfram að koma með góðar hugmyndir og einnig vona ég að þau byrji loksins á að hugsa um framkvæmdarsviðið svo að eitthvað gerist í hagsmunum okkar stúdenta. En nóg um biturð mína.
Ykkur sem kusuð vöku vil ég bara senda þakkir fyrir hjálpina í erfiðri baráttu og lofa ykkur að VAka er hvergi hætt sínum öflugu störfum.

- lífið er stundum ósigur -

2 Comments:

  • Stundum kemur maður meiru að ef mar er í stjórnar andstöðu...en djö er ég fúl...verð bara að skella mér í baráttuna og leggja mitt af mörkum...nei segi svona...hef ekki talandann í það:)en styð Vöku menn heilshugar og mun gera það áfram

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:18 f.h.  

  • Ánægður með þig, almennilega stuðningsmanneskja þarna á ferð. og jú jú endilega að skella sér í baráttuna ef manni langar :d

    By Blogger Bergvin, at 9:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home