Er lífið yndislegt?

26.2.07

Ég flokka mig ekki sem skammdegisþunglyndan mann. Vissulega verður maður pirraðri í jan, feb, meira pirraður en restina af árinu, bæði af því að maður sér lítið sökum 3 klst dags og kannski líka bara af því að jólin eru þá ný búin og alveg 10 mánuðir í næstu, sko í febrúar. Dagarnir hjá okkur Söndru eru að verða lengri og lengri. Við vöknum alltaf klukkan 7, hendum börnunum "okkar" á fætur, fæðum og klæðum þau öll og undirbúum okkur svo. Þetta tekur svona 40 - 60 mínútur. Síðan förum við í skólann og þykjumst læra þangað til að það er kominn tími til að ná í gríslingana aftur. Um kvöldmat er borðað og allir komnir upp í rúm klukkan 10. Þá glápum við á þátt eða mynd og klukkan ýmist orðin 11 eða hálf tólf. Þá erum við orðin svo þreytt að við höldum að klukkan sé orðin 3. Með þessu er ég að segja að ég held að það borgi sig að eiga börn. Þá hættir maður þessari "vakaframeftiröllu" vitleysu. En ég ætla samt ekki að eignast barn strax.

Þú ert með platnúmer, hver kannast ekki við þessa setningu? Egill Ólafsson, sem er í langlífustu hljómsveit allra tíma stofnuð 1901 held ég, syngur þessa fínu línu. Ég hef heyrt þessa auglýsingu nokkrum sinnum en fatta samt ekki alveg um hvað er verið að tala. Reyndar fatta ég sjaldan það sem flestir fatta en það er sama, endilega segið mér hvað er verið að auglýsa

Annars er þetta blogg orðið of langt til þess að nokkur maður nenni að lesa það. Þannig að ég ætla ekkert að hafa þetta lengra. Good Day!

- lífið er hver vakandi stund -

4 Comments:

  • Jamm það er satt hjá þér félagi að það er bara snilld að eiga börn...ég á reyndar bara eitt en vá hvað ég hef breyst eftir að ég eignaðist það...og undan farna daga hef ég og mun ég vera ein með hann og ég er farin að sofa í síðastalagi ellefu...því ég þarf að vakna með honum og vera með honum eftir skóla og svona...þannig að þetta gerir manni bara gott...verðum nú samt að fara hittast....

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:59 f.h.  

  • Good day to you too..vildi bara koma því á framfæri að ég nennti að lesa þetta allt saman...spennandi lesning :D

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:55 e.h.  

  • Ég skil samt ekki eitt. Hvernig á venjulegt fólk í vinnu að geta sótt börn í skólann kl hálf þrjú?? Spurning um að fara að kenna þessum gríslingum á strætó...:P

    Annars stenduru þig hrikalega vel í föður/húsbónda hlutverkinu :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:58 f.h.  

  • úúhh I got the answer Sandra... senda börnin í skóla sem að þau geta gengið heim úr...thats what my parents did...hæfilegar vegalengdir bara :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:05 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home