Er lífið yndislegt?

19.2.07

Í gær, konudaginn, fór ég ásamt minni heittelskuðu á stefnumót. Í tilefni dagsins fékk hún að ráða hvernig kvöldinu yrði háttað og verð ég að segja að enn einu sinni valdi daman bara nokkuð vel. Austurlandahraðlestin í Hlíðarsmáranum var fyrsti viðkomustaður. Þar settumst við niður við risastórt borð enda ekki um annað að velja. Fyrst fannst mér þetta skrítinn staður til að borða á vegna þess að mér fannst hann eitthvað svo opinn og þjónninn var eins og hann væri ekki vanur að þurfa að þjóna til borðs því það pöntuðu allir við "búðarborðið". En eins og Sandra benti á er þetta veitingasalur og Take away og þeir sem pöntuðu á seinni háttinn voru þeir sem töluðu við strákinn á "búðarkassanum". Maturinn var í einu orði meiriháttar. Kjúklingur í Indversku kryddi, hvítlauksnaanbrauð og hrísgrjón með jógúrtsósu. Mæli eindregið með góðum og nokkuð ódýrum mat þarna.
Síðan renndum við okkur niður brekkuna að Smáralindinni og fórum í bíó. Pursuit of happyness, stafa þetta rétt þó það sé rangt, skartar feðgunum Will og Jaden Smith í aðalhlutverkum. Ég er rosalega lítill Will aðdáandi, eiginlega bara þveröfugt, en í þessari mynd sýndi hann hreint út sagt snilldartakta. Myndin var átakanleg, fyndin, sniðug og grátleg allt í bland og fjallar hún um mann sem byrjaði með 23$ í vasanum og vann sig upp. Skemmtileg mynd, sérstaklega fyrir pör eða fjölskyldur.
Síðan svæfði ég mína konu og fór og horfði, ásamt GylfaIngabirniStefánibogaBjörgvinÞórðiogGuðna á stjörnuleik NBA deildarinnar þar sem mikið var um troðslur og læti.
En þar sem að þetta er orðið langt og fólk nennir ekki að lesa löng blogg ætla ég að enda þetta á

- lífið er skin og sjaldnast skúrir -

2 Comments:

  • hehe setur svo þessa líka fínu mynd af mér undir "mín heitelskaða".. skammskamm :P

    en já góður matur, góð mynd og bestasti félagsskapurinn :) Getur ekki orðið mikið betra ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:44 e.h.  

  • Takk sömuleiðis ástin mín, frábært kvöld, við erum að verða eins og Lauga og Olli, tala saman á comment kerfinu, gaman að því :D

    By Blogger Bergvin, at 8:51 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home