Er lífið yndislegt?

22.2.07

Gærkveldið: Keila með Finni, Björgvin, Svetlönu, Raphael og Stulla.
Tilefnið: Afmælið hans Björgvins.
Staðsetning: Keiluhöllin í öskjuhlíð.
Stemning: Fín stemning, mikið hlegið og grátið og þó nokkuð um dans.
Klæðnaður: Skyrta, gallabuxur og auðvitað keiluskór
Eftirminnilegast: Hef aldrei séð Finn keila svona illa, hins vegar hef ég aldrei séð töluna 162 (á að vera 163 tölvan í keiluhöllinni í fokki) áður á skjánum. Metið mitt áður var 152 í gær náði ég 163.
kostnaður: 2100 krónur með öllu.
Niðurstaða: Fínt kvöld í alla staði. Keila er pottþétt sport fyrir þá sem vilja skemmta sér í góðra vina hópi. Allir sýndu snilldartakta, þó sumir kannski snilldar lélega takta en allir skemmtu sér konunglega. Kostnaðurinn var meiri en venjulega af því að þetta var diskókeila og helst hefði ég viljað slökkva diskóljósin og borga minna en eftir 163 stigin var mér alveg sama.

Þar hafiði það keila fyrir þá sem hafa ekkert að gera. Þeir telja sig vera búnir að sanna það að tvær litlar kartöflur hafi hlaupið yfir gólfið í Bónus en ekki mýs eins og virtist í fyrstu. Ég trúi þeim alveg og ef vel ef vel er að gáð, þá fer þetta of hægt yfir, til að geta verið mýs, því þær HLAUPA milli felustaða.

- lífið er leikur -

2 Comments:

  • Varst það ekki þú sem áttir þann draum að eignast einn dag keiluskó til að sprangera í um bæinn?

    Suck my kiss
    Sökn Sissó

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:25 e.h.  

  • hehe hæ Sissó, heyrðu ég á keiluskó og hef notað þá nokkrum sinnum, hvernig ég fékk þá er enþá hulin ráðgáta, nema mér náttúrulega. Er ekki annars gott að frétta af þér snældan mín?

    By Blogger Bergvin, at 1:01 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home