Er lífið yndislegt?

16.12.05

jæja fólk er búinn að bæta tveimur við á blog-tengsla-listann það eru þau Stína Fína og Helgi Robin. Stína er félagi í sálfræðinni en Helgi er einn af bræðrahópnum kenndan við Gunnar Finnsson, fyrir ykkur sem skiljið þetta ekki, er hann bróðir Finnst og Björgvins njótið

- Lífið er nýir félagar -

15.12.05

Ég lenti í því í dag að Björgvin löðrungaði mig bölvaður, fyrir ykkur sem eruð að pæla fer útför hans fram í kyrrþey. DJÓK eins og Fellbæingum er kunnugt. Það sem þessi löðrungur þýðir, er að hann segir mér að skrá 10 hluti sem ég myndi gera ef ég væri kona Í EINA VIKU.... well here it comes

1. Ég myndi gera hvað sem er til að fá fullnægingu.
2. Ég myndi fara í baðhúsið á háanna tíma.
3. Ég myndi máta g strengi og alls konar undirföt.
4. Ég myndi kaupa mér stóran og lítinn dildó, ath hvort stærðin skipti máli.
5. Ég myndi klæða mig vel upp og fara á ódýrt fyllerí, láta aðra bjóða
6. ÉG myndi fara á hestbak, athuga hvort það sé eitthvað öðruvísi :)
7. Ég myndi sitja fyrir nakin, ef ég væri flott gella allavega
8. Ég myndi vilja prufa að upplifa túrverki, bara til að auka skilning
9. ÉG myndi dansa mjög sexy á skemmtistöðum og fá alla athygli
10. ÉG myndi vorkenna bróður mínum fyrir að eiga 4 systur :)

Ýmislegt sem maður myndi gera, en það sem ég á víst að gera núna er að löðrunga einhvern, veit ekki hversu marga en Björgvin löðrungaði 3 þannig að ég ætla að löðrunga; Soffíu systur, Esther vinkonu og Söndruna mína. Hvað myndið þið gera sem karlmenn??

- Lífið er kvennlegt -

14.12.05

Your results:
You are Green Lantern
Green Lantern
75%
Catwoman
60%
Spider-Man
55%
Iron Man
55%
Superman
40%
Robin
35%
Hulk
35%
The Flash
35%
Wonder Woman
33%
Supergirl
28%
Batman
20%
Hot-headed. You have strong
will power and a good imagination.
Click here to take the "Which Superhero are you?" quiz...


Ég skal segja ykkur það, fannst ég einkennilega hrifinn af grænum lit :D

- Lífið er ofurhetja -

9.12.05

Djúpur er orð sem virðist einkenna mig þessa dagana, eða svo heyri ég um götur borgarinnar. Líklega er það vegna lærdóms og þeirrar staðreyndar að ég hef ekki umgengist vini mína undanfarið og er því að verða einhverfur með meiru held ég. Allir vinir manns að meika það með fyndnum bloggfærslum, komandi fram í DV eða Austurglugganum, kannski kemur bloggfærsla eftir mig í National Geographic sem mundi þá hljóða svona ... "A man from Iceland so deep thinking that he´s not considered funny anymore". Nei málið er bara að ég hef ekkert fyndið að segja, las eitt orð vitlaust um daginn ætlaði að lesa sykur en las skur, annars er ég bara fínn.....

- Lífið er not funny-

7.12.05

þar sem heili minn starfar sem gufa þessa dagana hef ég ekkert að segja en ákvað að skella þessum leik á þá sem vilja.... þið kunnið þetta


Smelltu nafninu þínu í commentin og...

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig
5. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
6. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
7. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig
8. Ef þú lest þetta þá verðuru að setja þetta á bloggið þitt

- Lífið er eintómur leikur -

6.12.05

jesús kristur, já!!! ég ákalla þann góða mann þrátt fyrir áðurskrifaðar staðreyndir. Ég hef eitt síðustu þremur vikum mínum í lestur og verkefnavinnu útkoman er 5 þætt.

1. Ég er gjörsamlega tómur í hausnum, líður eins og ég sé geðklofi þar sem einbeting mín er ekki til staðar og ég get ekki meðtekið hlutina

2. Augun eru löngu búin að fara í verkfall vegna þreytu. Ég skynja núna með eyrunum og nefinu það sem ég þarf að sjá, merkilegur hæfileiki.

3. Axlir og bak eru orðinn einn deigklumpur vegna mikillar setu og ég er ekki frá því að það sé að myndast krippa.

4. Ég hef ekki hitt vini mína, fyrir utan sálfræði gengið, Björgvin og Esther í að verða einn og hálfan mánuð og sakna ég þeirra.... eitthvað.

5. Ég er þyrstur

Mig hlakkar til 17 desember en þá mun ég vonandi þreyta síðasta próf, eftir það er það endurhæfing í pípulögnu og verð ég að segja ég hef sjaldan verið jafn spenntur...... eða þannig. En nóg um mig hvernig hafið þið það???

- Lífið er ein móða -