Er lífið yndislegt?

23.12.06

Jæja það er víst að koma að þessu. Prófatíðin flaug yfir eins og maður bjóst kannski við þó maður væri farinn að örvænta. En það er komið að jólunum. Þau munu hringjast inn eftir 20 kl og 10 mínútur að staðartíma. Hér var borðuð skata með bestu með tilheyrandi fjölskylduhávaða. Ég er búinn að kaupa allar jólagjafir takk sé minni snilldar skipulagningargáfu. Húsið er nánast allt skreytt, það hefur ekki gefist tími til þess vegna vinnu allra og prófa, en þetta er allt að koma. Reyndar tíðkaðist hér á mínum yngri árum, fyrir um 20 árum eða svo, að húsið var skreytt á þollák. Hékk upp í tvær vikur. Ég nefninlega sé þetta fyrir mér eins og góða sólarlandaferð, sko jólin, ef maður er búinn að vera í tvær vikur úti er alveg eins gott að koma sér heim, peningurinn búinn, maginn ónýtur af alls kyns matarsiðum sem maður hefur ekki dags daglega og allir búnir að vera of lengi saman. Þetta er nákvæmlega eins með jólin, þess vegna er best að skreytingar byrji á þollák og fari niður 2 vikum eftir, eða á þrettándanum, en eins og fæstir vita er það síðasti jóladagur, en ekki heyrir maður jólalög svo langt fram eftir. En hvað um það, gleðileg jól öll saman, borðið yfir ykkur og grátið, hlæjið og sofið eins og þið getið því jólin eru einmitt tíminn til þess að slappa af og gera það sem maður vill

- lífið er of gott -

13.12.06

Rannsóknir á pólitískri félagsmótun snúast um að kanna hvaða þættir hafi áhrif á stjórnmálaskoðanir fólks. Flestar slíkar rannsóknir leggja áherslu á þau mótunaráhrif sem eiga sér stað á æskuárunum og þær hugmyndir eða hollustubönd sem þá myndast. Megináhrifavaldar eru jafnan taldir, fjölskyldan, jafningjahópurinn og skólinn. Fleiri þættir koma þó þar við sögu, þar á meðal fjölmiðlar. Varasamt er að álykta svo út frá rannsóknum um pólitíska félagsmótun að auðvelt sé að móta skoðanir fólks á vísvitandi og kerfisbundinn hátt. Hins vegar er lítill vafi á því að það umhverfi, sem fólk elst upp við, hefur veruleg mótandi áhrif á gildismat þess og viðhorf. Í kosningarannsókn Ólafs Þ. Harðarssonar frá 1983 kemur fram að á meðan 12% kjósenda kusu Alþýðuflokkinn það ár jukust líkurnar á að svarendur hefðu kosið Alþýðuflokkinn upp í 45% ef báðir foreldrar þeirra höfðu verið Alþýðuflokksfólk. á sama hátt jukust líkurnar á að svarendur hefðu kosið Framsóknarflokkinn úr 19% upp í 51% ef báðir foreldrarnir höfðu kosið flokkinn; líkurnar á að svarendur hefðu kosið Sjálfstæðisflokkinn jukust úr 39% í 66% og Alþýðubandalagið úr 17% í 52

Ég skora á ykkur að bjóða mér góðan daginn

- lífið er bleh -

11.12.06

21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember 21 desember

- 21 desember -

8.12.06

Magnað hvað tíminn flýgur þegar maður er ekkert endilega að fylgjast með honum. Í dag er kominn föstudagur þó í allan gærdag hafi ég lifað í þeirri trú að það væri miðvikudagur. Þetta þýðir aðeins eitt, ég er kominn degi á eftir áætlun í lestri og ætla ég að fagna því með því að taka þennan dag í frí. DIJÓK!! Ég sé 21 desember í hyllingu, sökum trúar minnar að það boði lukku að raka sig ekki allan próftímannn, hef ég ekki rakað mig í um 9 daga og er skeggið allavega orðið 3 mm langt. Guð veit hvernig það verður eftir 11 daga, maður gæti náð í hálfan sentimeter, en gerum okkur ekki of miklar vonir. Sandra kom hérna í gærkvöldi stressaðri en allt sem stressað getur nokkurn tímann orðið, hún er að fara í próf á morgun, sendum henni góða strauma frá 9 -12 á morgun. Annars er allt gott, betra , best. Þið munuð heyra í mér innan tíðar

- Lífið er á pásu -

4.12.06

Jólin koma, Jólin koma.... Þó ekki strax. Samt er bæði langt og stutt í jól. Langt í þeim skilningi að ég á eftir að eyða 12 tímum á dag næstu 18 daga í herberginu mínu með andlitið ofaní einhverri bók. Stutt vegna þess að ég á eftir að kaupa jólagjafir og koma mér í jólastuð. En þau koma víst blessuð. Ég held að mannskepnan gangi í gegnum fjórar "jólategundir" á ævi sinni:

Fyrsta tegundin er frá svona 2 - 15 ára aldurs +- 3 ár eftir þroska einstaklings. Þá fær maður á bilinu 10 -15 pakka alla stútfulla af dóti sem maður leikur sér að fram að þrettándanum án þess að hafa nokkrar áhyggjur af neinu. Maður vakir eins lengi og maður getur og gerir hvað sem maður vill, horfandi á teiknimyndir og fleiri jólatengda atburði. Mamma og pabbi elda og þrífa og það eina sem við þurfum að gera er að vera þæg og leika okkur. Jólasveinninn er ofarlega í huga okkar, allavega framan að. Skemmtileg jól það.

Síðan eru það jólin frá 15 ára aldri að barneignum. Þessi jól einkennast af spennufalli stúdenta, þeir eiga það til að vera úrillir vegna mikillar einangrunar mánuðinn áður og vilja helst sitja inn í herbergi eftir jólamatinn með kökudunkinn í annari og fjarstýringuna í hinni og ekki að horfa á jólateiknimyndir heldur heiladauðar sápuóperur eða raunveruleikaþætti. Jólasveinninn er bara hjátrú í auga vantrúaðra og skórinn löngu hættur að fara upp í glugga. Gjafirnar eru orðnar á milli 5-7 og fer það eftir því hvort maður eigi maka eða ekki. Þrátt fyrir allt eru þetta skemtileg jól.

Þriðja tímabilið er þegar maður er orðinn foreldri og þangað til að barnið er búið að ná sirka 15 ára aldri, þetta er einhverskonar hringur. Þá eru gjafirnar aftur orðnar 10-15 nema að maður er að gefa gjafirnar ekki þiggja. Það er ekkert mál að gefa börnum gjafir þannig að maður fer bara út í búð og kaupir eitthvað dýrt og flott. Helst eitthvað sem maður (karlmenn) sjálfur hefur gaman af. Aftur er maður kominn í þann gír að leika sér fram á nætur. Jólateiknimyndir eru núna hafðar í bakgrunni þar sem maður þarf sjálfur að standa í eldhúsinu og elda og þrífa. Skemtileg jól.

Fjórða og síðasta tímabilið er frá svona 50 - xxx ára. Þá er maður farinn að gefa allt upp í 20 jólagjafir, fer eftir börnum, stjúpbörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Pakkarnir sem maður fær sjálfur innihalda dúka, lök, styttur, platta og eitthvað í þeim dúr. Sjónvarpið situr á hakanum og bókin er tekin upp í staðinn. Maður vaknar um 7 leytið á morgnana og er farinn að sofa klukkan 10. Um miðbik þessa tímabils er maður farinn að gefast upp á að halda jól og fer því bara til útlanda til að halda jólin. Þar er þrifið og eldað ofaní mann. Það eru fín jól.

Þannig að yfir höfuð eru jólin fín.

- Lífið er yndislegt -

1.12.06

Ég var nærri búinn að gera mig að miklu fífli í dag. Málið er að ég var staddur á þjóðarbókhlöðunni ásamt Söndru og Rakel frænku hennar að læra. Fyrir ykkur sem ekki vitið er yfirleitt dauðaþögn þarna inni fyrir utan pikk á tölvu og blaðsíðusnú hér og þar. Það var þannig að ég og Sandra sátum á móti hvort öðru og það er svona skilrúm milli borða nema smá rifa, um 10 cm á breidd. Málið var að Sandra sendir yfir ópalpakka fyrir mig til að fá mér eitt ópal. Málið var að ég sendi eitt ópal til baka en tók pakkann. Þá heyrist svona hljóð í Söndru eins og þegar maður hlær með nefinu. Ég byrjaði að flissa eins og skólastelpa og átti mjög bágt með mig. Reyndi að lesa aðeins meira en gat ekki lesið, haldandi fyrir munninn á mér fór ég inn á klósett og hleypti út öllum mínum hlátri þar, horfði upp og þakkaði almættinu fyrir að hafa ekki látið mig hlæja þarna inni. Þetta er eitt það versta sem maður lendir í held ég :D. Annars er það að frétta að ég var á Bessastöðum í "kaffi" hjá forseta lýðveldisins. Hann var hress og biður að heilsa

- lífið er fliss -