Er lífið yndislegt?

23.12.06

Jæja það er víst að koma að þessu. Prófatíðin flaug yfir eins og maður bjóst kannski við þó maður væri farinn að örvænta. En það er komið að jólunum. Þau munu hringjast inn eftir 20 kl og 10 mínútur að staðartíma. Hér var borðuð skata með bestu með tilheyrandi fjölskylduhávaða. Ég er búinn að kaupa allar jólagjafir takk sé minni snilldar skipulagningargáfu. Húsið er nánast allt skreytt, það hefur ekki gefist tími til þess vegna vinnu allra og prófa, en þetta er allt að koma. Reyndar tíðkaðist hér á mínum yngri árum, fyrir um 20 árum eða svo, að húsið var skreytt á þollák. Hékk upp í tvær vikur. Ég nefninlega sé þetta fyrir mér eins og góða sólarlandaferð, sko jólin, ef maður er búinn að vera í tvær vikur úti er alveg eins gott að koma sér heim, peningurinn búinn, maginn ónýtur af alls kyns matarsiðum sem maður hefur ekki dags daglega og allir búnir að vera of lengi saman. Þetta er nákvæmlega eins með jólin, þess vegna er best að skreytingar byrji á þollák og fari niður 2 vikum eftir, eða á þrettándanum, en eins og fæstir vita er það síðasti jóladagur, en ekki heyrir maður jólalög svo langt fram eftir. En hvað um það, gleðileg jól öll saman, borðið yfir ykkur og grátið, hlæjið og sofið eins og þið getið því jólin eru einmitt tíminn til þess að slappa af og gera það sem maður vill

- lífið er of gott -

4 Comments:

  • Gleðileg jól elskan mín!!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:52 e.h.  

  • Var það ekki 12 janúar 2007 sem við förum til Grænlands?

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:20 f.h.  

  • Jæja hvernig væri að koma með eins og eina færslu félagi???? eða ertu orðinn svo latur eftir allt þetta frí:) hahahahahaa segi svona gleðileg jól og gleðilegt ár....sjáumst hress á því nýja....svo verður planað ærlegt djamm í janúar með ykkur próflestrardýrunum mínum:)

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:19 e.h.  

  • blogga bendi vil lika fa frettir ad heiman

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:25 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home