Er lífið yndislegt?

1.12.06

Ég var nærri búinn að gera mig að miklu fífli í dag. Málið er að ég var staddur á þjóðarbókhlöðunni ásamt Söndru og Rakel frænku hennar að læra. Fyrir ykkur sem ekki vitið er yfirleitt dauðaþögn þarna inni fyrir utan pikk á tölvu og blaðsíðusnú hér og þar. Það var þannig að ég og Sandra sátum á móti hvort öðru og það er svona skilrúm milli borða nema smá rifa, um 10 cm á breidd. Málið var að Sandra sendir yfir ópalpakka fyrir mig til að fá mér eitt ópal. Málið var að ég sendi eitt ópal til baka en tók pakkann. Þá heyrist svona hljóð í Söndru eins og þegar maður hlær með nefinu. Ég byrjaði að flissa eins og skólastelpa og átti mjög bágt með mig. Reyndi að lesa aðeins meira en gat ekki lesið, haldandi fyrir munninn á mér fór ég inn á klósett og hleypti út öllum mínum hlátri þar, horfði upp og þakkaði almættinu fyrir að hafa ekki látið mig hlæja þarna inni. Þetta er eitt það versta sem maður lendir í held ég :D. Annars er það að frétta að ég var á Bessastöðum í "kaffi" hjá forseta lýðveldisins. Hann var hress og biður að heilsa

- lífið er fliss -

4 Comments:

  • það þarf lítið til að gleðja suma;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:46 e.h.  

  • hehehe :P
    mér finnst samt fyndnast að ég var löngu hætt að pæla í þessu ópalatviki og búin að hella mér í bækurnar þegar þú stökkst á fætur eldrauður í framan að drepast úr hlátri.. :P

    æ þú ert svo ágætur greyið mitt
    :D

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:48 e.h.  

  • Hotzja - Já það þarf ekki mikið, enda er ég svo ógó fyndinn

    Sandra - Ég var búinn að vera að flissa og halda fyrir munninn á mér í leiðinni alveg hægri vinstri, réð varla við þetta. En já takk fyrir að finnast ég ágætur, þú er fín sjálf

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:10 e.h.  

  • Hahah! Maður líka hlær alltaf þegar maður má helst ekki hlæja eða hafa hátt. Allavega hlæ ég alltaf í jarðaförum.

    ..djók.

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:31 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home