Er lífið yndislegt?

4.12.06

Jólin koma, Jólin koma.... Þó ekki strax. Samt er bæði langt og stutt í jól. Langt í þeim skilningi að ég á eftir að eyða 12 tímum á dag næstu 18 daga í herberginu mínu með andlitið ofaní einhverri bók. Stutt vegna þess að ég á eftir að kaupa jólagjafir og koma mér í jólastuð. En þau koma víst blessuð. Ég held að mannskepnan gangi í gegnum fjórar "jólategundir" á ævi sinni:

Fyrsta tegundin er frá svona 2 - 15 ára aldurs +- 3 ár eftir þroska einstaklings. Þá fær maður á bilinu 10 -15 pakka alla stútfulla af dóti sem maður leikur sér að fram að þrettándanum án þess að hafa nokkrar áhyggjur af neinu. Maður vakir eins lengi og maður getur og gerir hvað sem maður vill, horfandi á teiknimyndir og fleiri jólatengda atburði. Mamma og pabbi elda og þrífa og það eina sem við þurfum að gera er að vera þæg og leika okkur. Jólasveinninn er ofarlega í huga okkar, allavega framan að. Skemmtileg jól það.

Síðan eru það jólin frá 15 ára aldri að barneignum. Þessi jól einkennast af spennufalli stúdenta, þeir eiga það til að vera úrillir vegna mikillar einangrunar mánuðinn áður og vilja helst sitja inn í herbergi eftir jólamatinn með kökudunkinn í annari og fjarstýringuna í hinni og ekki að horfa á jólateiknimyndir heldur heiladauðar sápuóperur eða raunveruleikaþætti. Jólasveinninn er bara hjátrú í auga vantrúaðra og skórinn löngu hættur að fara upp í glugga. Gjafirnar eru orðnar á milli 5-7 og fer það eftir því hvort maður eigi maka eða ekki. Þrátt fyrir allt eru þetta skemtileg jól.

Þriðja tímabilið er þegar maður er orðinn foreldri og þangað til að barnið er búið að ná sirka 15 ára aldri, þetta er einhverskonar hringur. Þá eru gjafirnar aftur orðnar 10-15 nema að maður er að gefa gjafirnar ekki þiggja. Það er ekkert mál að gefa börnum gjafir þannig að maður fer bara út í búð og kaupir eitthvað dýrt og flott. Helst eitthvað sem maður (karlmenn) sjálfur hefur gaman af. Aftur er maður kominn í þann gír að leika sér fram á nætur. Jólateiknimyndir eru núna hafðar í bakgrunni þar sem maður þarf sjálfur að standa í eldhúsinu og elda og þrífa. Skemtileg jól.

Fjórða og síðasta tímabilið er frá svona 50 - xxx ára. Þá er maður farinn að gefa allt upp í 20 jólagjafir, fer eftir börnum, stjúpbörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Pakkarnir sem maður fær sjálfur innihalda dúka, lök, styttur, platta og eitthvað í þeim dúr. Sjónvarpið situr á hakanum og bókin er tekin upp í staðinn. Maður vaknar um 7 leytið á morgnana og er farinn að sofa klukkan 10. Um miðbik þessa tímabils er maður farinn að gefast upp á að halda jól og fer því bara til útlanda til að halda jólin. Þar er þrifið og eldað ofaní mann. Það eru fín jól.

Þannig að yfir höfuð eru jólin fín.

- Lífið er yndislegt -

9 Comments:

  • hehe mikið til í þessu hjá þér! Ég minnist með trega fyrstu jólanna sem STÓRA systir mín fékk fleiri pakka en ég, það voru skrítin jól!

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:07 e.h.  

  • ANONYMOUS : Sandra :D

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:08 e.h.  

  • Hehehehehe! gott blogg!!! en þegar ég er orðin XXX gömul þá ætla ég að vera svon hip og cool amma sem sefur fram eftir, fær sér rósavín á kvöldin og er mikið máluð, labbandi í pelsum og með stóra gull skartgripi og í háuum hælum. hehehehe hljómar vel ekki satt;) hehehe og ég mun ætlast til að fá margar gjafir;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:03 f.h.  

  • jös snilldar blogg er þetta...plís segðu að þú munir brillera svona í prófunum líka:) hahahahhahaha
    en eitt ég hef verið að fá fleir pakka með hverju árinu sem líður....ekki færri...þar sem allir vorkenna mér svo að vera "ekki" að fá pakka og þá fæ ég fleiri...bara gaman....og allt hlutir sem mig langar í og vantar.....lítið að skipta...

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:29 f.h.  

  • oh Lauga ég sé þig alveg fyrir mér.. heheheheheh :D

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:18 e.h.  

  • hehehehehe já :) svo verð ég náttla í bleikum bol sem stendur á: hello my name is fabulous ;) hehehe eigum við ekki bara vera saman í þessu þegar við erum orðnar gamlar Sandra mín:)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:04 f.h.  

  • hehehehe jú ekki spurning! Ég held að allir hafa gaman af léttklikkuðum/drukknum ömmum :D Man eftir karakter úr einhverjum breskum þátt þar sem amman var með risatstór glimmergleraugu og fjólublátt hár.. ÞAÐ var fabulous! ;)

    Ég er geim sko, ekki spurning!

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:25 e.h.  

  • ég slæst í lið með ykkur í þessu hehe ekki mikið jólabarn gæti skýrst af því að eftir að við urðum stór hefur bendi alltaf fengið fleiri gjafir en ég:)

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:03 e.h.  

  • HAHAHAHA!! þú ert alltaf mögnuð Sandra og kemur mér alltaf til að hlægja :D Við stefnuð þá að þessu þegar við erum orðnar 70 ára

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:16 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home