Er lífið yndislegt?

8.12.06

Magnað hvað tíminn flýgur þegar maður er ekkert endilega að fylgjast með honum. Í dag er kominn föstudagur þó í allan gærdag hafi ég lifað í þeirri trú að það væri miðvikudagur. Þetta þýðir aðeins eitt, ég er kominn degi á eftir áætlun í lestri og ætla ég að fagna því með því að taka þennan dag í frí. DIJÓK!! Ég sé 21 desember í hyllingu, sökum trúar minnar að það boði lukku að raka sig ekki allan próftímannn, hef ég ekki rakað mig í um 9 daga og er skeggið allavega orðið 3 mm langt. Guð veit hvernig það verður eftir 11 daga, maður gæti náð í hálfan sentimeter, en gerum okkur ekki of miklar vonir. Sandra kom hérna í gærkvöldi stressaðri en allt sem stressað getur nokkurn tímann orðið, hún er að fara í próf á morgun, sendum henni góða strauma frá 9 -12 á morgun. Annars er allt gott, betra , best. Þið munuð heyra í mér innan tíðar

- Lífið er á pásu -

4 Comments:

  • Föstudagur í dag? Kjaftæði! Það getur enganvegin verið föstudagur í dag því þá er laugardagur á morgun og á laugardaginn á ég að fara í próf í sögu sálfræðinnar og ég get ekki farið í það að morgun því ég á eftir að læra svo ótalmargt fyrir prófið. Þannig að þú sérð að það getur ekki verið föstudagur í dag. ónei.

    Í dag er mánudagur og ég hef enþá alla vikuna til að lesa undir prófið.

    Samþykkt?

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:19 e.h.  

  • Þið skiljið hvað ég meina :D já já auðvitað er mánudagur í dag......

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:10 e.h.  

  • öss ekki gott að vera einum degi á eftir í lestri...en vá hvað stressið er farið að segja til sín....en jamm 21 er mesta hyllingin í þessu öllu saman og get ég ekki beðið eftir þeim degi

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:19 e.h.  

  • Hef aldrei hitt hana, þess vegna veit ég ekki hvert skal senda hugboðið? Gæti sent þér það og þú til hennar? ég BARA VEIT ÞAÐ EKKI

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:26 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home