Er lífið yndislegt?

30.11.05

Ef Sigmund Freud var sálfræðingur, er massey Ferguson fólksbíll, jú krakkar hér er ég að líkja fólksbíl við sálfærðinga og Freud við traktor, Freud var ekki sálfræðingur. En vegna harðra dóma ætla ég ekki að vera eitthvað heimspekilegur, enda þessi síða ekkert til þess. En einn ég sit og læri, enginn kemur að sjá mig nema litla músin ;) ég hef ekkert að segja annað en það að Oddi er ennþá í fínu standi, svefninn minn er lítill og ég er ekki frá því að ég sé að verða taugaveiklaður, en bráðum koma nú samt jólin.

- Lífið er ...... -

28.11.05

Um helgina heyrði ég unga snót, ca 25 ára gamla, herja á vinkonu sína mikilvægi trúar og trúarbragða í heiminum. Hún sagði að við missi trúarbragðakennslu í skólum misstum við mikinn þátt sögunar úr kennslu. Og einnig sagði hún að trúarbrögð væru ekki heilaþvottur. Ég hló innra með mér. a) Sögu kennsla í skólum á að leggja áherslur á atriði sem við vitum með vissu að hafa gerst. Og þar með haft áhrif á söguna. Biblían er bók sem var skrifuð af manni sem er í dag mesti metsöluhöfundur í heimi og hún var þýdd á nokkur tungumál. Það sem gerðist í Biblíunni er mjög líklega hugarburður þar sem að ekki er hægt að sanna innihald hennar frekar. B) Hvað eru trúarbrögð annað en heilaþvottur. Við fæðumst, erum skýrð án þess að hafa nokkuð um það að segja þó við ráðum seinna meir hvort við gerumst andkristin eða ekki. Einnig getum við bara litið á páfann og Hitler. Þeir eiga margt sameiginlegt skal ég segja ykkur. Þeir báðir koma að hópnum og boða yfir fólki einhverjum boðskap. Hvort sem boðskapurinn er góður eða ekki fer hann inn í huga fólks og fólk fer að lifa eftir þessum boðskap. Múgsefjun á sér stað í báðum tilvikum sem segir okkur ekkert annað en að þetta er heilaþvottur og ekkert annað. Einnig eru mörg stríð í heiminum háð vegna ágreininga mismunadi trúarbragða. Þið trúaða fólk megið reyna að koma með rök á móti en ég mun ekki haggast. Ég allavega segi trúum á okkur sjálf og okkur mun ganga vel

- Lífið er heilaþvottur -

23.11.05

Sá myndina Exorcism of Emily Rose um daginn, fannst hún ekki góð þar sem ég trúi ekki á draugasögur og hún var bara ekkert scary. Draugar, Guð´, og aðrir góðir áðurlifendur eru meðal hluta sem ég trúi ekki á. í mínum huga er guð hugarástand hvers og eins til þess að róa sig niður, einhversskonar hugrænt lyf sem við leitum til þegar okkur líður illa, ég meina eina sem við getum beðið guð um er að vernda okkur og okkar, ekki heldur hann á kaffibolla fyrir mann, eða heldur uppi mynd þegar maður er að ákveða hvar hún á að vera. Af hverju ekki?? jú því við höfum aldrei séð hann og því aldrei haft möguleika á því. En ég hef alltaf sagt að það sem ég sjái ekki trúi ég ekki. En er það rétt staðhæfing hjá mér? Ég hef aldrei séð Afríku eða Afríkubúa, þýðir það þá að þeir séu ekki til? Hef ég lifað í órökstuddri vantrú alla mína æfi? Þar á móti kemur að ég hef séð jólasveininn, en hann er ekki til. Því segi ég eins og Helgi Björns söng, "getur einhver sagt mér hvað er að gerast? Hvað er að eiga sér stað" Er lífið bara eintóm blekking eða er sannleikurinn einhversstaðar???

- Lífið er eintóm blekking -

20.11.05Tölvunördatröll


Þú ert nýjungagjarn, yfirvegaður innipúki.

Tölvunördatröllið hefur rosalega gaman af svona könnunum. Eitt slíkt bjó þessa könnun meira að segja til! Fyrir tölvunördatröllinu er bjarmi tölvuskjásins sem huggulegur arineldur á vetrarkvöldi. Tölvunördatröllið sendir frekar tölvupóst en að tala við fólk í persónu og á fleiri vini í netheimum en raunheimum (eða kjötheimum eins og tölvunördatröllið myndi orða það). Tölvunördatröllið er náskylt vampírunni, en það vakir á nóttunni og þolir illa sólarljós (og hvítlauk)."Live long and prosper"


Hvaða tröll ert þú?HMMM þetta sannar hvað svona próf eru mikið kjaftæði, tók þetta próf á http://www.stilbrot.com/trollafell/konnun/ þvílíkt rugl enn og aftur segi ég nú

-lífið er tölvunörd-

16.11.05

Á leiðinni í skólann í dag var ég staddur á rauðu ljósi á krossgötum Kringulmýrarbrautar og Miklabrautar. Syngjandi hástöfum með James Blundt sé ég þegar nýr Range Rover leggur upp að mér og er að gera sig líklegan til þess að beygja til vinstri, eins og ég, en hann fer langt yfir línuna sem maður á að stoppa hjá. Síðan leggjum við af stað, til vinstri inn Miklubrautina, ég gef allt í botn til þess að hleypa honum ekki framúr, sem greinilega var ásetningur hans. Síðan þegar við komum að næstu ljósum er rautt fyrir þá sem eiga að fara áfram en grænt á þeim sem eiga að beygja til vinstri. Hann beygir því til vinstri inn í Lönguhlíð tekur U beygju þar og nær grænu ljósi og aftur inn á Miklubraut. Síðan hverfur hann á braut á þessari líka ofsaferð. Síðan kemur bara að mínu rauða ljósi, ljósið sem hann nennti sko ekki að bíða eftir, og ég keyri áfram. 500 metrum lengra lendi ég á öðru rauðu ljósi og hver haldið þið að hafi verið stopp þar??? Jú nýríka djöfulsins Reykvíska helvítis pakkið, afsakið orðbragðis, sem hafði 13 sekúndum fyrr lagt líf sitt og annara í hættu með því að keyra eins og djöfulsins hálvitar. Ég renndi upp að þeim, leit í augu tuss.... /dömunar sem sat í farþegasætinu og brosti mínu breiðasta til hennar. Hún bretti upp á trýnið og leit á kallinn sinn. Síðan förum við að skólanum, þau semsagt á leiðinni þangað, þar sem þau leggja nýja fína jeppanum sínum fyrir utan Öskju, ekki á bílastæði, til þess að labba nú ekki of mikið. Ég legg á bílastæðum og labba hinn rólegast inn. Mér var reyndar hugsað að fara með lykilinn minn af bílnum og rispa nafnið mitt og símanúmer í jeppann en ákvað að sleppa því. Hvað er að fólki?? ég bara spyr

-Lífið er glannaakstur-

Sit hér að Laugavegi 143 (AKA Björgvin´s nest) og bíð eftir að strákurinn klári sturtuna. Hávaðinn í bílunum minnir mig á að ég bý ekki lengur við bakka Lagarfljóts heldur í nyrstu borg jarðarinnar. Mér finnst eins og líf mitt sé að ná öðru leveli, ég er kominn í háskóla, reikningarnir hrannast inn, tíminn flýgur hraðar en svo hratt að hann er löngu búinn að brjóta hljóðmúrinn. Hvað varð um tímann þar sem ég hafði aldrei heyrt talað um lán og yfirdráttarheimildir? Ég valhoppaði um götur Fellabæjar, bankandi á hurðir hjá vinum. Yfirleitt var það til þess að "bítta" (körfuboltamyndir) eða til að fá drengina til þess að spila smá körfubolta. Af hverju fór þetta svona? Og það sem skrítna er, af hverju vil ég ekki hverfa aftur til þessa tíma? Líklega hef ég það bara ekki slæmt ;)

-Lífið er ekki slæmt)

14.11.05

- Í dag 14 nóvember á Julie Sif N Sigurðardóttir afmæli. Julie er fædd það herrans ár 1985 og er því tvítug í dag.
- Julie kynntist ég í Háskóla Íslands þar sem við erum bæði verðandi sálfræðingar. Julie er semsagt nemandi við Háskóla Íslands en vinnur einnig á bílaleigu.
- Julie eyðir deginum í dag örugglega í lærdóm og skóla, og meðal annars tekur hún próf í Skíringar á hegðun kúrsinum. Hægt er að óska Julie til hamingju í síma 8474874 eða commenta hér fyrir neðan.
- fyrir hönd "yndislegs lífs" óska ég Julie til hamingju með daginn og vona að dagurinn hennar verði sem bestur.

- Lífið er afmæli-

11.11.05

Á hverjum morgni get ég glatt mig á því að rökhugsun mín er betri heldur en hjá mörgum. Alltaf þegar ég ætla að leggja við skólann legg ég svolítið langt frá. Segjum 150 metrum, venjulega ekki lengra en það. Þetta fær reyndar farþega mína, Björgvin og Esther, til þess að kvarta mikið og koma með blammeringar eins og ,,Viltu ekki bara leggja við flugvölinn?". En á þessari tveggja mínútna göngu okkar að skólabyggingunni, ca 187 skref, löbbum við framhjá fullt af bílum sem eru að hringsóla um bílastæðin næst byggingunni í leit að 100 metra "afslætti". Ég hlæ alltaf innra með mér vitandi það að þegar ég fer út seinna um daginn mun ég labba að bílnum mínum og sjá þar standa, við hliðná mínum bíl, bílana sem voru að leita að stæði rétt áður. Þar að segja ef þeir eru þá ekki upp á miðri gangstétt eða lobbyi skólabyggingarinnar. Þá hugsa ég með mér að, í staðinn fyrir að eyða tíma mínum í að blóta í gríð og erg vegna pirrings við að finna ekki stæði, að þá labbaði ég bara mína 150 metra ánægður fyrir að komast inn í bygginguna. Hvernig væri að fólk hætti þessari þrjósku, í mínum huga frekju, og fatti það að fyrstur kemur fyrstur fær og fatti það að 100 metrar er ekki langt labb.

-Lífið er labb-

Take the Which Neighbour Are You? Quiz, hosted by Neighbours: The Perfect Blend.

Takið eftir hvað smekkur okkar er líkur, erum báðir í skyrtu, báðir með flott gleraugu, samanber myndin af mér á þessari síðu, og erum yfir höfuð báðir töff

-Lífið er Harold Bishop-

10.11.05

Af hverju í ósköpunum eru karlmannshattar ekki í tísku. Tók smá rúnt með Loga og Gylfa á nýja Poloinum sem hefur hlotið nafnið Waderinn. Á leið okkar niður laugaveginn á svarta hnakkabílnum með topplúguna smá skáhallandi og Snoop dog í botni, keyrðum við framhjá búð þar sem gína stóð í ullarfrakka, með trefil og með hatt (líkt eins og Al Capone og Dick Tracey). Þetta er virkilega snyrtilegur klæðnaður, MJÖG töff, hlýr og alveg örugglega ekki óþægilegur. Ég sé fyrir mér alla í svona klæðnaði, allir að koma úr leikhúsinu, með peningaseðlana í CashClipunum, veifandi á leigubílinn sem koma akandi eftir gufumettuðum götunum. Hvað er þetta töff ímynd???

-Lífið er töff-

9.11.05

Ég var að uppgötva það að 140 manns hafa heimsótt síðuna mína. Málið er að ég setti teljarann á síðasta sunnudagskvöld þannig að fólk er búið að hafa 3 daga til að skoða síðuna. Það gerir 46 að meðaltali á dag. Ég vil þakka þennan brennandi áhuga fólks og lofa því að gera ykkur glaðan dag hérna næstu misserin.

- Í dag 09.11 á Gylfi Þór Þórsson afmæli. Gylfi er fæddur það herrans ár 1979 og er því 26 ára gamall
- Gylfa kynntist ég í Fellabænum góða. Við kynntumst mjög vel og jafnvel of innilega. Gylfi vinnur sem kokkur á veitingastaðnum Brasserie Askur
- Gylfi er í fríi í dag og ætlar hann að eyða deginum í ekki neitt, Gylfi er einhleypur. Hægt er að koma hamingjuóskum til Gylfa í síma 847-0914 eða commenta hér fyrir neðan
- Fyrir hönd "yndislegs lífs" óska ég Gylfa til hamingju með afmælið og megi dagurinn verða sem bestur

- Lífið er afmæli -

8.11.05

Núverandi tími: Klukkan er 17:47

Núverandi föt: Brúnar buxur, hvítur ermalangur bolur, rennd peysa, brúnir skór og ekki gleyma sokkum og jú nærbuxum (eða hvað)

Núverandi skap: Confused

Núverandi hár: Að verða of langt, þarf smá snyrtingu

Núverandi pirringur: Ritgerð sem ég skilaði og misskildi og gerði ekkert rétt og..... þið vitið restina

Núverandi lykt: Burberry

Núverandi hlutur sem þú ættir að vera að gera: LÆRA!!!!

Núverandi skartgripir: Flokkast gleraugu þarna undir, annars ekkert

Núverandi áhyggja: Ritgerð sem ég skilaði og misskildi og gerði ekkert rétt og..... þið vitið restina

Núverandi löngun: Peningar

Núverandi ósk: þú veist hvers eðlis þessi ósk mín er :)

Núverandi farði: man ekki nafnið

Núverandi eftirsjá: Man ekki eftir neinu í augnablikinu

Núverandi vonbrigði:. Ritgerð sem ég skilaði og misskildi og gerði ekkert rétt og..... þið vitið restina

Núverandi skemmtun: Skrautið sem hangir í baksýnisspeglinum mínum, þykir ægilega gaman að ýta því til og frá


Núverandi ást: HMMMM forvitin skita fær ekki að vita

Núverandi staður:. Laufbrekka 21, 200 kópavogur, Iceland.

Núverandi bók: Ertu Viss? Gilovich fer á kostum í þessari nýjustu bók hans þar sem hann reynir að bæla annars þroskaða sálfræðinemendur

Núverandi bíómynd: SKil ekki spurninguna en ef það er myndin sem ég sá síðast að þá var það Foru brothers


Núverandi íþrótt: jahá uu ræktin í Laugum

Núverandi tónlist: Ylfa frænka mæli með disknum hennar Petite Cadeau.

Núverandi Lag á heilanum: Don´t let me down af Petite Cadeau

Núverandi blótsyrði: Djöfuls puss!!!!!

Núverandi msn manneskjur: Esther, Björgvin, Finnur og Sandra eru þau sem ég hef talað mest við upp á síðkastið

Núverandi desktop mynd: Mynd eftir wulffmorgenthaler þar sem sálfræðingur spyr af hverju heldurðu að allir í skólanum kalli þig strigaskóahaus

Núverandi áætlanir fyrir kvöldið: Hitta hann Gylfa vin minn og ástmann og aðstoða hann aðeins

Núverandi manneskja/ur sem ég er að forðast: Ég er svosem ekkert að forðast neinn neitt rosalega, bara leiðinlegt fólk.

Núverandi dót á veggnum: Á veggnum mínum hangir ein mynd þar sem hópur gæsa flýgur framhjá tunglinu, svona skuggamynd, mjög flott mynd.


Þetta er víst eitthvað klukk sem ég lenti í og á ég að skora á einhvern að klukka og ég skora á þann sem vill og nennir.

- Lífið er Klukk -

7.11.05

Er ég out of date??
Hef mikið verið að velta þessu fyrir mér
- Ég hef ekki séð Matrix myndirnar eða einhverjar álíka nýlendumyndir
- Ég þoli ekki internetið, virðist aldrei virka
- Ég spila bridge, en ekki tölvuleiki og á ekki einu sinni tölvu
- Mig langar ekkert að flytja til Danmerkur, eða til útlanda yfir höfuð
- Ég ek um á bíl sem er 10 ára og þurfti ekki Glitnislán
- Ég á ekki lausleikabarn
- Ég á ekki trefil, "mans bag" eða gleraugu með þykka umgjörð
- Ég drekk svart kaffi, sem ég helli upp á sjálfur en ekki Latte eða mocca
- Mér leiðast allir raunveruleikaþættir
- Og eflaust er margt, margt fleira.

Er ég out of date, eða rýni ég of mikið í hlutina???

-Lífið er "out of date" -

6.11.05

Ef fer sem horfir mun ég eyða lífi mínu í:
- Skóli á veturna þar sem ég vonast til þess að finna mitt sálfræðilega eðli og eiga þann möguleika að benda öðrum á þeirra.
- SÁÁ á sumrin þar sem ég mun láta vinda allt áfengi vetrarins úr mér og gera mig tilbúinn í drykkju næsta vetrar.

Ég vona að fólkið á SÁÁ muni taka vel á móti mér og fellow stúdentum. Helgin er semsé búin að vera viðburðarrík eins og flest allar helgar vetrarins.

- Föstudagur -> Lærdómur, kaffi og koníaksdrykkja hjá Garðari, nett taugaáfall eitthvað sem ég hef ekki upplifað áður á 124 ára ævi minni (samanber bloggið um myndina)
- Laugardagur -> þreytti eitt stykki próf, útgáfutónleikar Ylfu Lindar frænku minnar í Hveragerði, party hjá Stæn ÐE Fæn á Eggertsgötunni, blindfullur.
- Sunnudagur -> þynnkunni eitt í góðri og spennandi skírnarveislu, eftir það var sofið vegna svefnleysi vikunnar áður, og er á leið í bíó

- Lífið er blautt -

- Í dag 6.11. á Ægir nokkur Friðriksson afmæli. 23 ára verður snáðinn. Fæddur 1982 með öðrum orðum.
- Ægi kynntist ég í Fellabænum eins og svo mörgum, hann er lærður, jafnframt fæddur, kokkur og vinnur við það á veitingastaðnum Skólabrú.
- Ægir er í fríi í dag, en óvíst er hvar hann og sprútla hans hún Íris er, en hamingjuóskum er hægt að koma á framfæri með því að senda sms í síma 8673273 eða commenta hér fyrir neðan.
- Fyrir hönd "Yndislegs lífs" óska ég Ægi lukku með daginn og vona að dagurinn verði eintóm hamingja.

- Lífið er afmæli -

4.11.05

Vil nota tækifærið og kynna einn lið þessara síðu, en það eru afmælisdagar "fólksins míns".

- Í dag 4 nóvember á Garðar Eyjófsson, eða Gæi eins og ég kalla hann, afmæli. Garðar er fæddur það herrans ár 1981 sem gerir hann 24 ára.
- Garðari kynntist ég í Fellabænum og urðum við góðir félagar upp úr því. Garðar er í hönnun í Iðnskóla Reykjavíkur.
- Hann og sprútlan hans Eygló Rut Þorsteinsdóttir verða bæði í skólanum í dag en hægt er að óska Garðari til lukku með daginn með smsum í síma 8917373, eða með því að commenta hér fyrir neðan.
- Fyrir hönd "yndislegs lífs" vil ég óska Garðari til hamingju með daginn og vona að dagurinn verði sem bestur

- Lífið er afmæli -

Jæja það er kominn nýr dagur. Frá því kl 8 á mánudagsmorgun eru liðnir 95 og hálfur af þeim tíma hef ég:
- Eytt 27 tímum í svefn
- 4 og hálfum tíma í bridge með foreldrum mínum
- 48 tímum í Odda
- 4 tímum í að útrétta hluti
- 3 tímum í ökupróf og ökuæfingu
- 1 klukkutími í Kringlunni
- 4 Klukkutímar í tímum í skólanum
- 4 Tímar í video gláp (Seinfeld og Vinir)

Ég er að verða brjálaður. Dæmi:
- Var að keyra í skólann á miðvikudagsmorgun, og fór að hugsa mér að ef við tökum einstakling og segjum að hann lifi í 80 ár. Hvað ætli sé hægt að búa til langa mynd ef það er tekið fyrir allt sem hann upplifir, þar að segja allt sem skynfæri hans upplifa. þá er hægt að taka semsagt hverja sekúndu sem hann upplifir og margfalda með skynfærunum. segjum bara einföldustu skynfærin, Nef, augu, munnur, tunga, húð, eyru. Tökum þetta sem dæmi. ég er búinn að reikna að í 80 árum séu 960 mánuðir, 29220 dagar (með hlaupárum)701280 klukkustundir, 42076800 mínútur, og 2524608000 sekúndur. Semsagt. Í raun og veru upplifum við í gegnum skynfæri okkar sem eru 6 (eru reyndar miklu fleiri en þetta eru þau sem ég taldi upp til einföldunar á dæmi mínu) 15147648000 sekúndur, 2525608000 mínútur, 4207680 klukkustundir. Og svo framvegis. Semsagt ef þú ert út á leigu með kærustunni/anum, og sérð mynd um líf Bergvins sem var akkurat 80 ára og lítur á mínutufjölda myndarinna sérðu 2525608000 mínútur, þá er nú betra að leigja Police Academy 1 sem er 87 mínútur, nema þú hafir nægan tíma. Svona hugsa ég á morgnana.

- Lífið er sko sannarlega LANGT -

3.11.05

Nýtt "lúkk"

Jæja lesendur góðir, þá er "lúkkið" orðið endanlegt. Esther Ösp Gunnarsdóttir, vinnukona mín, reddaði þessu. Húrra Húrra Húrra. Esther takk.
Endilega commentið og ef þið viljið að þá er ég meira en glaður að linka á góðar síður. Segið hvað ykkur finnst

- Lífið er yndislegt -

Jæja það eru kostir og gallar að búa í RVK (Reykjavík)
Gallar
- Göturnar eru saltaðar og saltið fer á rúðurnar á bílnum og þú sérð ekkert út
- Fólk er ókurteist og frekt
- þjónustan í almennum verslunum er ekkert til að hrópa húrra fyrir
- Maður þekkir 1 prósent af fólkinu
Kostir
- Þú býrð ekki út á landi.
- Þú getur kíkt í Kringluna
- Þú getur kíkt í bíó
- Þú getur farið í Keilu
- Þú getur ýmislegt, en gerir það ekki

Hvað á maður þá að gera??

Jú þú flytur í Kópavoginn!!!

- Lífið er yndislegt (í Kópavogi) -

2.11.05

Heilir og sælir lesendur góðir.
Ég er kominn aftur með loforð í hjarta að blogga meira en ég gerði áður fyrr.
Bloggsíðan er LJÓT. Ég veit. Ég mun laga hana.
Vaknaði í morgun. Ræktin klukkan 8. Gerði ekki mikið.
Er að læra fyrir próf. Almenn sálfræði. Laugardaginn. Þetta gerir mig bara gáfaðan.
Tók ökupróf í gær. Er orðinn atvinnubílstjóri.
Leiðinleg færsla. Ég veit. Verða ekki svona í framtíðinni.
- Lífið er yndislegt -