Er lífið yndislegt?

23.11.05

Sá myndina Exorcism of Emily Rose um daginn, fannst hún ekki góð þar sem ég trúi ekki á draugasögur og hún var bara ekkert scary. Draugar, Guð´, og aðrir góðir áðurlifendur eru meðal hluta sem ég trúi ekki á. í mínum huga er guð hugarástand hvers og eins til þess að róa sig niður, einhversskonar hugrænt lyf sem við leitum til þegar okkur líður illa, ég meina eina sem við getum beðið guð um er að vernda okkur og okkar, ekki heldur hann á kaffibolla fyrir mann, eða heldur uppi mynd þegar maður er að ákveða hvar hún á að vera. Af hverju ekki?? jú því við höfum aldrei séð hann og því aldrei haft möguleika á því. En ég hef alltaf sagt að það sem ég sjái ekki trúi ég ekki. En er það rétt staðhæfing hjá mér? Ég hef aldrei séð Afríku eða Afríkubúa, þýðir það þá að þeir séu ekki til? Hef ég lifað í órökstuddri vantrú alla mína æfi? Þar á móti kemur að ég hef séð jólasveininn, en hann er ekki til. Því segi ég eins og Helgi Björns söng, "getur einhver sagt mér hvað er að gerast? Hvað er að eiga sér stað" Er lífið bara eintóm blekking eða er sannleikurinn einhversstaðar???

- Lífið er eintóm blekking -

1 Comments:

  • http://eekshop.com
    Many concerning our way of life be on the lookout gorgeous honeymoons as well digital cameras that can stick to the tasks that a number of us are going to want however considering they are billed at fair rates. The assorted digital cameras can be the case was able to find in the top-notch market to learn more about going to be the meeting place range and also more digital cameras. When all your family are are you looking for going to be the digital camera that all your family are going to want as well as for your photographs all your family members is going to find distinctive unlike types about a great deal more digital cameras that all your family can go out and buy

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:27 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home