Er lífið yndislegt?

16.11.05

Sit hér að Laugavegi 143 (AKA Björgvin´s nest) og bíð eftir að strákurinn klári sturtuna. Hávaðinn í bílunum minnir mig á að ég bý ekki lengur við bakka Lagarfljóts heldur í nyrstu borg jarðarinnar. Mér finnst eins og líf mitt sé að ná öðru leveli, ég er kominn í háskóla, reikningarnir hrannast inn, tíminn flýgur hraðar en svo hratt að hann er löngu búinn að brjóta hljóðmúrinn. Hvað varð um tímann þar sem ég hafði aldrei heyrt talað um lán og yfirdráttarheimildir? Ég valhoppaði um götur Fellabæjar, bankandi á hurðir hjá vinum. Yfirleitt var það til þess að "bítta" (körfuboltamyndir) eða til að fá drengina til þess að spila smá körfubolta. Af hverju fór þetta svona? Og það sem skrítna er, af hverju vil ég ekki hverfa aftur til þessa tíma? Líklega hef ég það bara ekki slæmt ;)

-Lífið er ekki slæmt)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home