Er lífið yndislegt?

16.11.05

Á leiðinni í skólann í dag var ég staddur á rauðu ljósi á krossgötum Kringulmýrarbrautar og Miklabrautar. Syngjandi hástöfum með James Blundt sé ég þegar nýr Range Rover leggur upp að mér og er að gera sig líklegan til þess að beygja til vinstri, eins og ég, en hann fer langt yfir línuna sem maður á að stoppa hjá. Síðan leggjum við af stað, til vinstri inn Miklubrautina, ég gef allt í botn til þess að hleypa honum ekki framúr, sem greinilega var ásetningur hans. Síðan þegar við komum að næstu ljósum er rautt fyrir þá sem eiga að fara áfram en grænt á þeim sem eiga að beygja til vinstri. Hann beygir því til vinstri inn í Lönguhlíð tekur U beygju þar og nær grænu ljósi og aftur inn á Miklubraut. Síðan hverfur hann á braut á þessari líka ofsaferð. Síðan kemur bara að mínu rauða ljósi, ljósið sem hann nennti sko ekki að bíða eftir, og ég keyri áfram. 500 metrum lengra lendi ég á öðru rauðu ljósi og hver haldið þið að hafi verið stopp þar??? Jú nýríka djöfulsins Reykvíska helvítis pakkið, afsakið orðbragðis, sem hafði 13 sekúndum fyrr lagt líf sitt og annara í hættu með því að keyra eins og djöfulsins hálvitar. Ég renndi upp að þeim, leit í augu tuss.... /dömunar sem sat í farþegasætinu og brosti mínu breiðasta til hennar. Hún bretti upp á trýnið og leit á kallinn sinn. Síðan förum við að skólanum, þau semsagt á leiðinni þangað, þar sem þau leggja nýja fína jeppanum sínum fyrir utan Öskju, ekki á bílastæði, til þess að labba nú ekki of mikið. Ég legg á bílastæðum og labba hinn rólegast inn. Mér var reyndar hugsað að fara með lykilinn minn af bílnum og rispa nafnið mitt og símanúmer í jeppann en ákvað að sleppa því. Hvað er að fólki?? ég bara spyr

-Lífið er glannaakstur-

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home