Er lífið yndislegt?

16.1.07

Jæja þið hafið eflaust haldið að ég væri annað hvort dauður eða hættur að blogga. Raunin er önnur, ákvað að taka mér jólafrí í blogginu og þar sem að skólinn er byrjaður hef ég hafið ritstörf mín á þessari síðu aftur. Hér er þónokkuð að frétta. Soffía systir mín er farin ásamt Kristjáni Frey systursyni okkar til Perú og ætla að vera þar og í Brasilíu í 7 mánuði. Ég og mín heittelskaða Sandra erum búin að fá íbúð undir súð á háteigsveginum þar sem við munum hefja nýtt tímabil í okkar lífi en það verður ekki fyrr en í mars. Íbúðin er 50 fermetrar með um 10 fermetra baði sem er á neðri hæð, þó bara fyrir okkur. hins vegar nýtist íbúðin ekki vel þar sem hún er undir súð en það verður fínt að byrja þarna, sérstaklega af því að leigan verður líklega samasem engin. Mamma og pabbi eru að fara að selja kofann og ætla að finna sér litla íbúð í blokk einhversstaðar þar sem þau eru búin að "losna" við öll börnin allavega þar til Soffía kemur heim. Jólin voru voðalega fín og fékk ég ýmislegt í búið, gítar sem var framleiddur í USSR og því líklega að verða antík. Skólinn byrjaði á fullu í gær og starfið í Vöku fer að aukast núna til muna þar sem að kosningar eru í byrjun Febrúar. Annars er ég bara að reyna að koma mér í gírinn að læra en Playstation tölvan hans Gylfa tekur mikinn tíma af mér :D En bara smá svona til að segja ykkur að ég sé á lífi og að

- lífið er yndislegt -

3 Comments:

  • Hæhæ :)

    Mundu allavega að segja múttu þinni og pabba frá mér - sbv almenna sölu :)

    Takk æðislega, sjáumst - Íris

    By Blogger Íris og Ægir, at 3:12 e.h.  

  • til hamingju með að vera risinn upp frá "blogg"-dauðum ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:48 e.h.  

  • hehe anonymous er Lauga bleika

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:49 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home