Er lífið yndislegt?

23.11.06

Jæja það er komið að því, gosdósirnar eru byrjaðar að staflast upp á skrifborðinu, kennslubækur og föt út um allt gólf, myrkrið komið um 4 leytið og skeggið farið að vaxa meira en áður. Þetta getur aðeins þýtt eitt, það er komið desember og prófin fara að nálgast. Ég á að vera að skrifa rannsóknarskýrslu um leið og ég rita þessi orð, en ég ákvað að taka mér pásu. Eftir að ég skila skýrslunni á morgun tekur við endalaus próflestur fram að 21 desember en eftir það get ég nú sest niður og horft á eins og eina mynd. Those are the days of the old school yard.
Annars er ég bara kátur. Veit enþá ekkert hvað mig langar í jólagjöf en það sem verra er, er að ég veit ekkert í hverju ég á að fjárfesta handa frillu minni. Gæti gefið henni saumavél eða straujárn en líklega yrði ég að finna mér nýja frú eftir jól ef ég gerði það, og ekki er það vilji minn þannig að ég verð að finna eitthvað annað. Don´t worry be happy segi ég nú bara. En allavega passið ykkur á hálkunni og blásið rykinu af gluggaskónum því þeir fara að rölta niður blessaðir eftir 3 vikur.

- lífið er lag -

7 Comments:

  • hehe já helduru að það yrðu eðlilegar afleiðingar þessarra góðu gjafa?
    ekki gott að segja sko...

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:46 e.h.  

  • öss efst á mínum lista er saumavél....og já samheitaorðabók...fyrir næstu ritgerðasmíð....djö mar ég er búin með ritgerðina en ekki séns að ég nenni að eiga margar eftir....

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:08 f.h.  

  • Sandra - já ég finn það einhvern veginn á mér og hefur skilst að þetta sé ekki það rétta til að gefa kærustum

    Helgi - það er nóg eftir karlinn minn, þetta er bara rétt að byrja, biddu Stúf um saumavél

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:54 f.h.  

  • HelgZ Ég vinn það...hann býr hjá mér;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:02 f.h.  

  • Helga - hehehe ég hélt að þú væri Helgi vinur minn að austan áður en ég ýtti á linkinn þinn, en já það er mjög gott að vera búinn með þessa ritgerð en eins og ég sagði nóg af þeim eftir

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:29 f.h.  

  • Jæja Bergus Lingus Vælos Pjúkos!!!! Gaman að heyra í þér og takk fyrir síðast á Broadway, núna dugar ekkert annað en að við 4 (litlu sisturnar og við) förum að hittast, og þá meina ég fyrir jól! Hvað segiru um það?????

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:21 e.h.  

  • Voðalega eru þið eitthvað vannþakklát. Ég keypti mér sjálf samheitaorðabók í 10. bekk og var þá búið að langa lengi í hana. Í tvítugsafmælisgjöf fékk ég síðan saumavél frá foreldrum mínum sem ég hafði óskað eftir.

    Bergvin minn, þú sendir bara gjafirnar sem Sandra eða vinir þínir vilja ekki hingað austur.

    By Blogger Esther, at 5:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home