Er lífið yndislegt?

23.1.07

Jæja foreldrar mínir eru farnir til Kúbu að kveðja Castro. Það þýðir það að húsið er einungis undir mig, páfagaukinn okkar, fiskana mína og kærustuna. Það er ekki laust við það að vera einn heima sé ein besta tilfinning sem nokkur maður getur fundið, sérstaklega þegar hann er kominn á háan aldur eins og ég. Auðvitað ætti maður bara að búa einn en það kemur að því. Gylfi kom frá Liverpool í nótt, reyndi að ná í mig til að fá einhverja lykla, vaknaði ekki og fann hann dáinn fyrir utan húsið þegar ég fór í morgun. Sorry Gylfi my mistake. Annars er allt gott að frétta, blæs að sunnan og napur gjóla svona inn á milli en annars stillt veður. Hafið það gott.

- lífið er yndislegt -

3 Comments:

  • Bergvin, hvað ætlar þú að drepa marga vini þína með vanrækslunni einni saman?

    By Blogger Esther, at 10:47 f.h.  

  • mun góður vinur maður:)

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:04 e.h.  

  • tad er eins gott tu hleypir ma og pa inn vil nu hitta tau tegar eg kem heim og passadu pafagaukinn vel fyrir mig sakna hafadans i honum:)

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:55 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home