Er lífið yndislegt?

23.3.06

Merkilegt með hraðakstur fólks í borginni. Tökum sem dæmi strákinn sem keyrði á brúarstólpann á Kringlumýrabraut í síðustu viku. Vitni sögðu að þarna hefði verið ekið mjög greitt, hann segir hins vegar að hann hafi verið á 90. Þá er pælingin mín sú að fyrst hann hafi ekið greitt þá getur hann ekki hafa verið undir svona 130. Meðalhraðinn á þessari braut er um 100 km hraði þó hámarkshraðinn sé 80. Þannig að ég efast um að hann hafi verið á 90. Hvað er fólk að keyra svona hratt eftir öll banaslysin undanfarna daga ég bara skil þetta ekki....

Annars er að mér að frétta að ég fékk í hausinn í gær þá hugmynd að langa í gullfiska. þegar ég fæ einhverjar svona hugmyndir að þá losna ég ekki við þær. Þannig að stefnan er að athuga í nánustu framtíð hvað svona kostar, búr, fiskar, dæla og allt gumsið í búrið.

-lífið er hraðakstur og hugmyndir-

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home