Er lífið yndislegt?

25.1.06


Gangi ykkur vel

- lífið er ráðgáta -

24.1.06

Jæja það er orðið langt síðan, ég vil bara afsaka það. en ástæðan fyrir því að ég hef ekki bloggað er sú að það er mikið að gera. Ég verð reyndar að vera mjög væminn í þessu bloggi þar sem að það er rosalega gaman hjá mér þessa dagana. Ég er í framboði Vöku til kosninga stúdentaráðs og eru stanslausir fundir þessa dagana. Kallinn skipar 3 sæti, myndir af mér út um allan skóla og allt að gerast. Ég er líka í stjórn Animu sem er nemendafélag sálfræðideildarinnar. Þetta allt er alveg ógeðslega gaman og frábært að geta tekið þátt í þessu og komist inn í málefni skólans á annan hátt heldur en að vera nemandi. Önnur ástæða ánægju minnar er sú að strákurinn er ástfangin þó hitt taki mikinn tíma frá því. Þið vitið öll um hvaða stelpu ég er að tala. Ekki nóg með að hún sé falleg og skemmtileg stelpa að þá er hún líka þolinmóð, skilningsrík og hjálpsöm sem er einmitt það sem ég þarf á að halda þessa dagana :D en nóg með það vildi bara segja ykkur að lífið er í tilfinningalegum toppi þessa dagana og afsaka bloggleysið en það gæti verið lítið um blogg næstu dagana.

- Lífið er svo sannarlega yndislegt -

11.1.06

Sauðurinn ég gleymdi afmælisdeginu hennar systur minnar sem var í dag eða öllu heldur í gær þar sem að það er kominn miðvikudagur en hér kemur um hana

- Í dag/gær 10 Janúar á/tti Sólveig Guðlaug Sveinsdóttir afmæli. Sólveig er fædd það herrans ár 1968 og er því ?? ára í dag. (þið verðið að reikna :) )
- Sólveigu hef ég líklega kynnst sem lítill patti en man fyrst eftir henni um 10 ára aldurinn þegar ég var að passa son hennar. Urðum við mestu mátar eftir það enda um ynsilega systur að ræða. Sólveig vinnur sem símadama hjá Ísloft blikksmiðju.
- Sólveig var stödd í vinnunni þennan dag auk þess sem hún fór út að borða á held ég Red chili. Hægt er að óska Sólveigu til hamingju í síma 6988251 eða commenta hér fyrir neðan.
- fyrir hönd "yndislegs lífs" óska ég Sólveigu til hamingju með daginn og vona að dagurinn hennar verði sem bestur. Vona að hún fyrirgefi mér það að gleyma sér þó ég hafi reyndar ekki gert það utan blogg heima

- Lífið er afmæli -

6.1.06

B-vinir:Mynd þessi er tekin eftir að b-vinir unnu titilinn vinir þjóðarinnar, þeir vilja þakka öllum þeim sem kusu

- Lífið er bros -

- Í dag 6 Janúar á Esther Ösp Gunnarsdóttir afmæli. Esther er fædd það herrans ár 1984 og er því 22 ára í dag.
- Esther kynntist ég í partíi í fjólubláa húsinu í Fellabænum og urðum við bestu vinir eftir það. Esther nemur fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands ásamt því að vinna hjá Gallup.
- Esther er stödd fyrir austan fjöll, öllu heldur á Fáskrúðsfirði, þar sem hún nýtur lífsins á hótel mömmu yfir hátíðarnar. Hægt er að óska Esther til hamingju í síma 6630669 eða commenta hér fyrir neðan.
- fyrir hönd "yndislegs lífs" óska ég Esther til hamingju með daginn og vona að dagurinn hennar verði sem bestur.

5.1.06

- Í dag 5 Janúar á Andrea Lísa Kjartansdóttir afmæli. Andrea er fædd það herrans ár 1984 og er því 22 ára í dag.
- Andreu kynntist ég í partíi í fjólubláa húsinu í Fellabænum þar sem við urðum góðir vinir. Andrea hjúkkast á Akureyri .
- Ég veit ekki hvar Andrea eyðir deginum í dag en vonandi á öruggum stað með öruggu fólki. Hægt er að óska Andreu til hamingju í síma 6987669 eða commenta hér fyrir neðan.
- fyrir hönd "yndislegs lífs" óska ég Andreu til hamingju með daginn og vona að dagurinn hennar verði sem bestur.

- Lífið er afmæli -

3.1.06

Hér eru nokkrir atburðir í tímaröð sem ég upplifið á síðasta ári.

Janúar - Ekkert gerist annað en vinna

Febrúar - Við Sigga hættum saman, held áfram að vinna

Mars - Við Sigga byrjum aftur saman, held áfram að vinna

Apríl - Vinna Vinna Vinna

Mai - Enn og aftur hættum við Sigga saman, og ég held áfram að vinna

Júní - Ég vinn og byrja að stunda golf af hörku, þar sem að allir mínir vinir flúðu austur um sumarið, Steini byrjar að vinna hjá okkur, ég kynnist honum og dreg hann með mér í golfið

Júlí - Ég fer í golfklúbbinn í Hveragerði, stunda golf milli þess sem ég vinn og sef, ferðirnar austur voru nokkrar og kostuðu þó nokkuð

Ágúst - Hélt til Kaupmannahafnar ásamt Jökli, Elínu, Kára, Tinnu og Tedda. Stærsti draumur minn orðinn að veruleika, Bono syngur beint til mín ásamt 40 þús annara með undirspili bestu hljómsveitar heims. Ég ásamt Tinnu, Kára og Tedda lýg að nokkrum dönskum krökkum að við séum að taka upp þátt um næturlíf fyrir Ísland, margir trúðu því - Ég byrja að pumpa í Laugum ásamt Steina, markið er sett hátt - Ég hélt afmæli, það komu margir heim í party og þetta var fínt kvöld - Háskólinn byrjar, sé að það er einn strákur sem ég kannast við með mér í Sálfræðinni (Palli) og reyni því að halda mig næst honum.

September - ég kynnist fullt af liði, kosinn í nemendafélag sálfræðideildarinnar og allt að gerast og minn orðinn hamingjusamur. Skóli skóli skóli. Bryngeir skýrir barnið sitt, merki þess að maður sé að verða gamall er einmitt þegar að vinir manns eru farnir að skýra börn.

Október - Skólinn á fullu, mætti saklaus á bjórkvöld þaðan sem ég fór ekki einn. Skyndilega var hún Sandra farin að skottast í kringum mig og ég orðinn enn hamingjusamari en fyrr. byrja að keyra leigubíl sem aukavinnu með skóla, fínt djobb sem gefur vel af sér. - Ég sefa stress móður minnar sem hefur verið að segja mér að fara til læknis sökum meðfædds hjartagalla, fer til læknis þar sem ég kemst að því að læknirinn getur engan veginn sagt mér hvað ég muni lifa lengi því ég er einn af þeim elstu með þennan sjúkdóm. En þó er allt í lagi ennþá.

Nóvember - Kynnist Söndru meira og meira og hinum vinunum úr sálfræðinni, fer í mína fyrstu vísindaferð og var ég þá að sjá um hana. Hitti Clint Eastwood í Laugum í byrjun mánaðar og Michael Bolton í enda mánaðar. Skólinn heldur áfram.

Desember - prófin einkenna þennan mánuð, breytti herberginu mínu og setti þar inn skrifborð. - Kynntist nýjum skemmtilegum krökkum í gegnum Söndru. - Fór aftur að vinna við pípulagnir í jólafríinu. - Árið leið og að mínu mati eitt besta ár mitt til þessa þó byrjunin væri frekar slæm. En eins og ég segi allt sem byrjar illa endar vel.

Gleðilegt nýtt ár allir saman

- Lífið er tóm hamingja -

2.1.06

Enn einn leikurinn sem fer hamförum yfir bloggheiminn, vona að þið hafið eitthvað að segja gæti orðið skemmtileg lesning en svona er þessi leikur, þú svara einfaldlega þessum spurningum hér á commenta kerfið

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifinn af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkiru mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tíman langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

- Lífið er leikur -