Er lífið yndislegt?

24.1.06

Jæja það er orðið langt síðan, ég vil bara afsaka það. en ástæðan fyrir því að ég hef ekki bloggað er sú að það er mikið að gera. Ég verð reyndar að vera mjög væminn í þessu bloggi þar sem að það er rosalega gaman hjá mér þessa dagana. Ég er í framboði Vöku til kosninga stúdentaráðs og eru stanslausir fundir þessa dagana. Kallinn skipar 3 sæti, myndir af mér út um allan skóla og allt að gerast. Ég er líka í stjórn Animu sem er nemendafélag sálfræðideildarinnar. Þetta allt er alveg ógeðslega gaman og frábært að geta tekið þátt í þessu og komist inn í málefni skólans á annan hátt heldur en að vera nemandi. Önnur ástæða ánægju minnar er sú að strákurinn er ástfangin þó hitt taki mikinn tíma frá því. Þið vitið öll um hvaða stelpu ég er að tala. Ekki nóg með að hún sé falleg og skemmtileg stelpa að þá er hún líka þolinmóð, skilningsrík og hjálpsöm sem er einmitt það sem ég þarf á að halda þessa dagana :D en nóg með það vildi bara segja ykkur að lífið er í tilfinningalegum toppi þessa dagana og afsaka bloggleysið en það gæti verið lítið um blogg næstu dagana.

- Lífið er svo sannarlega yndislegt -

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home