Er lífið yndislegt?

4.3.07

Hendurnar á mér eru svo stífar, ræktin fór illa með mig, eða kannski er það ég sem hef farið illa með mig hingað til. Harðsperrurnar eru svo miklar að ég missti svefn aðfaranótt fimmtudags, Sandra líka. En sagði ekki einhver snillingurinn "fegurð er sársauki"?

Ég hef sett inn í tölvuna mína office 2007. Það fer fram á 256mb RAM minni en tölvan mín er aðeins með 248, furðuleg tala. Stafirnir birtast marglitir en ekki svartir eins og þeir eiga að gera þegar maður notar Office forritin. Vona að það sé litlu minni að kenna en einnig gæti það verið skjánum að kenna þar sem að það er kominn lóðrétt græn lína í miðjan skjáinn.

Tveir dagar eftir af foreldrahlutverkinu. Búið að vera skemmtilegur tími en rúmið mitt er farið að sakna mín og ég þess. Stelpurnar eru búnar að vera hjá pabba sínum um helgina og Björn Ingi fékk að vera hjá afa og ömmu.

Bryngeir kom á föstudaginn til að fara á Incubus tónleika í Laugardalshöllinni. Í tilefni ætlar Ægir að halda matarboð í kvöld og ég og Sandra förum, aldrei svikinn af því að borða hjá Ægi.

Háteigsvegsdraumurinn ætlar ekki að rætast í senn. Það er mikið að gera hjá Sigurjóni smið og á meðan gerist lítið. Ég spái því, Söndru til mikils óleiks, að við verðum ekki komin þar inn fyrr en í fyrsta lagi 1 júní. Sökum þess er ég svartsýnasti maður sem Sandra hefur kynnst. :D

Þriðja skilaverkefnið mitt á viku mun skilast á morgun og eftir það verður smá verkefna frí sem þó nýtist í að læra og undirbúa sig undir næstu verkefni.

Lifið heil elskurnar mínar og ekki vera feimin því feimni er leiðinleg.

- lífið er nokkuð busy bara -

1 Comments:

  • uss bara barnlaus helgi...stolt af ter med raektina vid truum a tig herna i sudrinu...eg er ekki viss med tetta flytja ut daemi hja ykkur eg a eftir ad verda svoldid einmana an tin...

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:27 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home