Er lífið yndislegt?

7.3.07

Home sweet home

Jæja þá er maður kominn heim, foreldrahlutverkið búið og ekkert bíður nema skólinn og ræktin. Líkami minn er nokkuð stirður og ég finn til við minnstu hreyfingu, en það hlýtur að lagast fljótt. Rúmið mitt hefur aldrei litið eins vel út í augum mínum eins og núna enda er nú lang best að liggja í sínu eigin rúmi. Fiskarnir mínir (Plóma og Bomsi) eru sælir við sitt í búrinu sínu og ég er ekki frá því að ég hafi saknað þeirra aðeins, já ég saknaði gullfiska enda róandi að horfa á þá synda um. Annars er lítið nýtt nema að þetta verður frumraun mín í titli á bloggi (home sweet home).

- lífið er best heima -

1 Comments:

  • Keep up the good work hun, you can do it!!!!!!

    :D

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:28 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home