Er lífið yndislegt?

29.11.06

Jæja mættur eina ferðina til hans Gylfa, reyndar er ég alltaf hjá honum, hann veit bara ekki af því. Við sitjum og horfum á Hornets taka á Kanadíska liðinu Toronto Raptors og sitjum með von í hjarta að Hornets taki þetta. Annars er það að frétta að ég er hættur að vinna á þessu ári, nú eiga próf og hug minn allan. Ég er búinn að plana það að reyna að taka allavega 3 klukkutíma undir hvert fag á dag, það þýðir 9 tímar á dag en helst vildi ég hafa það fjóra tíma á hvert fag. Þökk sé spússu minni og aðal hvetjara mínum að þá var sú hugmynd grafinn í sandinn um leið. Annars bið ég ykkur bara vel að lifa og vildi bara koma smá orðum á skjá fyrir ykkur svona til að viðhalda blogginu

- lífið er skipulagning í sandinum -

1 Comments:

  • Heibbs kall bara að skilja eftir mig spor :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home