Er lífið yndislegt?

31.3.07

Nýr bloggari

Hún Eygló Rut vinkona bloggar eins og maniac þannig að það er einungis við hæfi að hún fái link hér á minni síðu, tékk it át!

- lífið er nýjir bloggarar -

29.3.07

Sundbolti

Ég fylgist mest megnis með körfubolta þessa dagana og nánast hættur að fylgjast með fótbolta. Þrátt fyrir það horfði ég á Spánn-Ísland í gær ásamt fríðu áhorfsneyti. Leikurinn gekk bærilega fyrir Íslendinga í fyrri hálfleik sökum þess að völlurinn var ófær og við vanari að hlaupa um í ófærð en spanjólarnir. Síðan þegar völlurinn var skafinn í hálfleik fór þetta að verða frekar mikil einstefna og 80% hálfleiksins sá maður ekki vallarhelming andstæðinganna.
Einnig sá ég Íslands goðið Eið Smára lulla þarna eftir vellinum eins og hann hefði eitthvað betra að gera annars staðar, reyndar var það þannig að ef hann kom við boltan var dæmt á hann. Hins vegar sýndis mér það vera þannig að þegar að Árni Gautur (markmaður) fékk boltann að þá sparkaði hann honum bara út í átt að Eið. Mín spurning er sú, er ekki bara betra að hafa ekki Eið og spila meiri bolta?

- lífið er erfiðari seinni hálfleikur -

26.3.07

Löggimann

Lögreglan, ég veit ekki hvað ég hef lesið mörg blogg um þessa ágætis sveit. Flest eru bloggin um það hversu ömurlegir þeir eru við að stunda sína vinnu og ósanngjarnir. Hins vegar tek ég flestum þessum bloggum með varúð þar sem að þetta er oft (segi ekki alltaf) einhverjir reiðir einstaklingar af því að málið fór ekki eftir þeirra höfði og skrifa því um málið eins og þeir sjá það. Hins vegar langar mig að hrósa lögreglunni fyrir vel unnin störf um helgina. Ég sem leigubílstjóri varð mikið var við lögregluna um helgina þar sem að þeir stoppuðu menn og létu blása. Úr varð að þeir tóku 13 manns sem ekki tímdu að borga 1500 - 3000 kall í leigubíl en þurfa nú að borga um 100.000+ krónur og missa prófið í ákveðinn tíma. Og annað mikilvægara að þá eru þeir ekkert í því að stofna lífum í hættu. Þess vegna vona ég að ég eigi eftir að sjá meira af þessu hjá þeim lögreglumönnum í framtíðinni. Go Logreglan..

p.s. Það var samt ákveðið gaman að geta bara keyrt áfram án þess að vera stoppaður af því að maður var á leigubíl. :D

- lífið er jú bara nokkuð réttlátt -

24.3.07

Merkilegt hvað þetta líf er undarlegt. Maður fæðist, lærir, étur, vinnur og sefur. Enginn veit til hvers lífið er í raun og veru og það helsta sem mér dettur í hug er að tilgangurinn með því sé að gera heiminn að betri stað fyrir komandi kynslóðir, já og vissulega að lifa lífinu til fulls. Sumir deyja snemma á lífsleiðinni og aðrir seint og hvað sem þú gerir getur þú ekki ráðið því hvenær kemur að því, nema vissulega að taka að sjálfur. Flestir eignast fjölskyldur en margir lifa einir. Fólk vinnur og vinnur og ef ekki lifa þeir á götunni. En hvernig er það eru ekki bara 5 hnífar í 6 hnífa settinu hjá Vörutorgi?

- lífið er ? -

18.3.07

- Í dag 18.03 á Sandra Björg Sigurjónsdóttir afmæli. 22 ára er stúlkan og er því fædd það herrans ár 1985.
- Söndru kynntist ég í Háskóla Íslands árið 2005 þar sem við stundum bæði nám í dag. Við fórum að kynnast betur og betur og svo allt of vel og erum saman í dag
- Sandra er í fríi í dag og ætlum við að eyða deginum með fjölskyldu hennar heima hjá henni í Hafnarfirðinum. Hamingjuóskum er hægt að koma til skila í síma 8671932 eða commenta hér fyrir neðan.
- Fyrir hönd Yndislegs lífs óska ég Söndru til hamingju með daginn og vona að hann verði sem ánægjulegastur

- Lífið er afmæli -

15.3.07

Klam, klam, klam

Dísús eru þið búin að sjá nýja Kringlu bæklinginn? Hvernig er þessi þjóð að verða? Kona í pilsi og stendur klofvega, Hvað varð um að eini möguleikinn á að skoða klám væri bara með internetinu og klámblöðum? Þetta er allsstaðar.

11.3.07

Lessur, eldingar og Fafnismenn

Jæja vinnuhelgin er búin og var helgin nokkuð viðburðarlítil. Þó var vont veður seinna kvöldið og sá ég allavega 3 eldingar. Einnig skutlaði ég tveimur stelpum sem höfðu meira en lítiinn áhuga á hvor annari og voru ekki feimnar við að sýna það, lenti út af 3 og keyrði á 4 bíla þegar þær voru í bílnum. Einnig skutlaði ég yndælisnáungum sem sögðu mér ýmislegt sem að ég ætti eflaust ekki að vita án þess að eiga á hættu að missa lífið. En annars mjög viðburðarlítil helgi. Svo er bara skóli á morgun.

- lífið er thunderstruck-ed -

8.3.07

First time for everything

Í dag keypt ég mér mína fyrstu tölvu. Ég var ný búinn að kaupa mér nýtt minni í gömlu tölvuna þegar að það hrundi stytta ofan á hana og eyðilagði harða diskinn. Ég nennti ekki að kaupa nýjan þar sem að ég keypti nýjan fyrir tæpu ári. Ákvörðunin var þá að kaupa sér nýja tölvu og varð MacBook fyrir valinu. Þið sem ekki eruð farin í Macinn vitið ekki af hverju þið eruð að missa. Vissulega þarf maður að venjast nýju skipulagi en þar sem að þetta er allt orðið svipað er þetta ekkert mál.

- lífið er mac -

7.3.07

Home sweet home

Jæja þá er maður kominn heim, foreldrahlutverkið búið og ekkert bíður nema skólinn og ræktin. Líkami minn er nokkuð stirður og ég finn til við minnstu hreyfingu, en það hlýtur að lagast fljótt. Rúmið mitt hefur aldrei litið eins vel út í augum mínum eins og núna enda er nú lang best að liggja í sínu eigin rúmi. Fiskarnir mínir (Plóma og Bomsi) eru sælir við sitt í búrinu sínu og ég er ekki frá því að ég hafi saknað þeirra aðeins, já ég saknaði gullfiska enda róandi að horfa á þá synda um. Annars er lítið nýtt nema að þetta verður frumraun mín í titli á bloggi (home sweet home).

- lífið er best heima -

4.3.07

Hendurnar á mér eru svo stífar, ræktin fór illa með mig, eða kannski er það ég sem hef farið illa með mig hingað til. Harðsperrurnar eru svo miklar að ég missti svefn aðfaranótt fimmtudags, Sandra líka. En sagði ekki einhver snillingurinn "fegurð er sársauki"?

Ég hef sett inn í tölvuna mína office 2007. Það fer fram á 256mb RAM minni en tölvan mín er aðeins með 248, furðuleg tala. Stafirnir birtast marglitir en ekki svartir eins og þeir eiga að gera þegar maður notar Office forritin. Vona að það sé litlu minni að kenna en einnig gæti það verið skjánum að kenna þar sem að það er kominn lóðrétt græn lína í miðjan skjáinn.

Tveir dagar eftir af foreldrahlutverkinu. Búið að vera skemmtilegur tími en rúmið mitt er farið að sakna mín og ég þess. Stelpurnar eru búnar að vera hjá pabba sínum um helgina og Björn Ingi fékk að vera hjá afa og ömmu.

Bryngeir kom á föstudaginn til að fara á Incubus tónleika í Laugardalshöllinni. Í tilefni ætlar Ægir að halda matarboð í kvöld og ég og Sandra förum, aldrei svikinn af því að borða hjá Ægi.

Háteigsvegsdraumurinn ætlar ekki að rætast í senn. Það er mikið að gera hjá Sigurjóni smið og á meðan gerist lítið. Ég spái því, Söndru til mikils óleiks, að við verðum ekki komin þar inn fyrr en í fyrsta lagi 1 júní. Sökum þess er ég svartsýnasti maður sem Sandra hefur kynnst. :D

Þriðja skilaverkefnið mitt á viku mun skilast á morgun og eftir það verður smá verkefna frí sem þó nýtist í að læra og undirbúa sig undir næstu verkefni.

Lifið heil elskurnar mínar og ekki vera feimin því feimni er leiðinleg.

- lífið er nokkuð busy bara -