"Kringlan, eina stafræna bíóið á Íslandi, engar rispur, ekkert ryk, ENGIN MYND!!!!" Gærkvöldið var fullt af innihaldsríkum atburðum sem ekki eiga sér stað á hverjum degi. Reyndar var það bara einn hlutur, ég, Sandra, Svetlana og Björgvin (vona að ég sé að stafa nafnið hennar rétt, enginn rússi í mér) fórum í bíó í gær að sjá ðe prestíts (the prestige) mynd sem fjallar um einhverja töframenn og snilldina þeirra. Við höfðum setið og horft með spennuglampa í augum þegar að allt í einu hvarf myndin, ég hélt fyrst að einhver hefði bara galdrað eitthvað og bjóst við mynd innan 20 sekúndna. Síðan heyrðist bara í persónum myndarinnar tala en engin var myndin í svona 3 mínútur. Síðan komu auglýsingar en textinn af myndinni hélt áfram. Eftir um 13 furðulegar mínútur kemur stelpa 112cm á hæð með blað í hendinni og horfir niður og segir við næsta mann "Bíóið er bilað" stelpugreyið mjög feimin. Nú þetta endaði með því að allur hópurinn strunsaði út og við skrifuðum niður á blað nöfnin okkar og kennitölur og eigum víst að fá frítt í bíó næst, jibbí. En á heildina litið var þetta fínt og svo ég hermi nú eftir honum Finni Torfa og gef þessu einkunn myndi ég segja:
Félagsskapurinn 5 líf af 5
Kvikmyndahelmingur 4 líf af 5
Augljós hræðsla og feimni litlu stelpunnar með blaðið 6 líf af 5 (það er víst hægt)
Þannig að þrátt fyrir mishepnaða bíóferð varð þetta allt gott og aðeins 12 manns tróðust undir þegar liðið fór út úr salnum og því fær þetta kvöld 5 líf af 5
- lífið er stafrænt -