Er lífið yndislegt?

24.11.06

Jæja síðasta verkefni annarinnar búið. Sat sveittur fram að nótt til að skila því í dag en síðan var gefinn frestur til mánudags þannig að ég hef smá tíma til að laga það til og svona. Helgin verður róleg, smá lærdómur og video gláp svona rétt fyrir prófatörnina. Skildu próf annars vera einhvern tímann afnumin? Það væri ekki leiðinlegt, hafa bara mörg verkefni yfir önnina held að það sé besta leiðin til þess að læra. Annars hef ég voðalega lítið að segja, engar hugleiðingar eða neitt en það kemur. lifið annars bara heil....

- Lífið er rólegt -

3 Comments:

  • þá ertu ekki búinn ef þú ert ekki búinn að skila :) hahahahaha ég er búin að skila og er mjög fegin...ætla ekki að breyta neinu enda sagði hún í lok tímans það borgaði sig ekki því það er ALLTAF hægt að finna eitthvað að þó mar fái 10!!!! þannig að ég er bara sátt og bíst samt ekki við meiru en svona 5!!! vona samt að ég fái eitthvað smá hærra

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:37 f.h.  

  • helgz - hehehe ég held að þú sért of stressuð fyrir þessu, ég held að þú hljórir að vara með ritgerð upp á allavega 7

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:15 e.h.  

  • Takk fyrir linkinn Bergvin! Gangi þér vel í lærdómnum!

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:35 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home