Er lífið yndislegt?

8.4.06

Ég fer ekki ofan af því að ég og sjónvarp eigum ekki vel saman. í hvert skipti sem ég sest niður við imbann að þá eru einhverjar sápuóperur eða tónlistarmyndbönd í sjónvarpinu. Þessar 4 stöðvar, rúv, stöð 2, skjár 1 og Sirkus sýna ekkert nema frat fyrr en seint og síðar meir þegar maður er farinn að sofa. Nú er það orðið þannig að foreldra mínir eru búinn að auka stöðva fjöldann á heimilinu um tífalt og komnar 40 stöðvar. Um er að ræða reynslutíma frá símanum á einhverjum stöðvum. Nú hafa bæst við sápuóperurnar og tónlistarmyndböndin fleiri myndbönd, þýskar stöðvar og danskar, spaggettí vestrar og Disney. Hér sit ég því eftir ágætis nótt á leigubílnum að vafra í gegnum 40 stöðvar og enn hef ég ekki fundið neitt við mitt hæfi. Ég ætla að byrja að safna frímerkjum...

- lífið er lélegt sjónvarpsefni -

5.4.06

Jæja nokkrar breytingar, hef ákveðið að skipta þessu upp á milli daga, þar að segja hvað ég les á hverjum degi eins og sjá má hér til hliðar. Ef þið eruð ósátt við daginn ykkar þætti mér gaman að heyra það.

Annars er það af mér að frétta að ég var að skila í síðustu viku fyrsta lokaprófinu mínu, gekk það frekar vel enda heimapróf. Þar með er fyrsta áfanganum í félagsfræðinni lokið. Ég er núna að skrifa um sjálfsmorð og svona skemmtilegheit :D ritgerð sem á að skila á föstudaginn. Arsenal tekst á við Juventus í dag og erum við 2-0 yfir þannig að við erum samasem komnir í undanúrslit nema að Juve taki þetta 3-0.

Annars er ég hress, vorið að koma, austurland um páskanna, ástfanginn upp fyrir haus, peningalaus og óvitlaus, er hægt að biðja um eitthvað betra???

Lofa að blogga meira.....

- lífið er yndislegt -