Er lífið yndislegt?

23.3.06

Merkilegt með hraðakstur fólks í borginni. Tökum sem dæmi strákinn sem keyrði á brúarstólpann á Kringlumýrabraut í síðustu viku. Vitni sögðu að þarna hefði verið ekið mjög greitt, hann segir hins vegar að hann hafi verið á 90. Þá er pælingin mín sú að fyrst hann hafi ekið greitt þá getur hann ekki hafa verið undir svona 130. Meðalhraðinn á þessari braut er um 100 km hraði þó hámarkshraðinn sé 80. Þannig að ég efast um að hann hafi verið á 90. Hvað er fólk að keyra svona hratt eftir öll banaslysin undanfarna daga ég bara skil þetta ekki....

Annars er að mér að frétta að ég fékk í hausinn í gær þá hugmynd að langa í gullfiska. þegar ég fæ einhverjar svona hugmyndir að þá losna ég ekki við þær. Þannig að stefnan er að athuga í nánustu framtíð hvað svona kostar, búr, fiskar, dæla og allt gumsið í búrið.

-lífið er hraðakstur og hugmyndir-

20.3.06

Jesús minn og Jeremías ég gleymdi að afmælisblogga hana Söndru, en svona til að segja ykkur örstutt frá henni að þá kyntist ég henni í Sálfræðinni og kynnstist ég henni fljótt í gegnum félagsstörfin þar. Mér leist vel á þessa stúlku um leið og ég sá hana fyrst þar sem að ég sá að þetta væri mín týpa. Hún er ægilega sæt og reyndist einnig vera skemmtileg og vel gefin. Ég var ekki lengi að nota mína "töfra" á hana og búmm við byrjuðum saman. Ástæðan fyrir að ég gleymdi að blogga um hana var sú að ég var náttúrulega með henni alla helgina og var ekkert að pæla í bloggi þá. En ef þið viljið óska henni til hamingju með 21 árs afmælið sem var þann 18 þá endilega commentið fyrir neðan eða sendið sms í 8671932. Afmælisdagurinn fór í afsleppelsi heima hjá henni þar sem fjölskylda hennar mætti og snæddi kökur og með því. Síðan var farið í afmæli hjá Jóni Einari en hann á afmæli á morgun. Til hamingju með afmælið Sandra :)

17.3.06

Jæja kominn tími á blogg. Vikan er ekki búin að vera vikan mín. Mánudagurinn var svo sannarlega til mæðu þar sem að harði diskurinn í tölvunni minni hrundi og þar með öll mín skólagögn og annað horfin. Bíllinn minn festist í handbremsu en hún hefur ekki virkað í 2 ár. Sandra á einnig afmæli á morgun og er partýið í kvöld. þetta var til þess að 70 þúsund króna fátækari skóladrengur tímir ekki að fara á árshátíð Vöku sem er á laugardagskvöldið. En það sem að það er nú best að horfa á björtu hliðarnar er ég nú ekki að láta þetta á mig fá. En annars er allt gott að frétt og ég lofa fleiri bloggfærslum á næstu dögum og mánuðum, kannski ekki árum en sjáum til good bike

- Lífið er hrun -