Er lífið yndislegt?

24.3.07

Merkilegt hvað þetta líf er undarlegt. Maður fæðist, lærir, étur, vinnur og sefur. Enginn veit til hvers lífið er í raun og veru og það helsta sem mér dettur í hug er að tilgangurinn með því sé að gera heiminn að betri stað fyrir komandi kynslóðir, já og vissulega að lifa lífinu til fulls. Sumir deyja snemma á lífsleiðinni og aðrir seint og hvað sem þú gerir getur þú ekki ráðið því hvenær kemur að því, nema vissulega að taka að sjálfur. Flestir eignast fjölskyldur en margir lifa einir. Fólk vinnur og vinnur og ef ekki lifa þeir á götunni. En hvernig er það eru ekki bara 5 hnífar í 6 hnífa settinu hjá Vörutorgi?

- lífið er ? -

3 Comments:

 • what minn bara í djúpum pælingum...en þetta er víst sannleikurinn. Hef ekki hugmynd hvað eru margir hnífar í þessu setti...enda hef ég ekki horft á einn einasta þátt af þessu rugli

  By Anonymous Nafnlaus, at 9:01 e.h.  

 • Bjútíið er að það er enginn tilgangur með þessu öllu.

  Ég hreinlega verð að fara að horfa á Vörutorgið. Ég sé að ég er að missa af miklu.

  By Blogger Esther, at 4:41 e.h.  

 • Helga þá er bara að kíkja á þáttinn, þetta er náttúrulega ofurtöffari sem er með þessa þætti

  Esther nei líklega er enginn tilgangur sem gerir þetta á vissan hátt leiðinlegt. En á ég að trúa því að það séu svona margir sem horfa ekki á vörutorgið???

  By Blogger Bergvin, at 10:50 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home