Er lífið yndislegt?

22.2.06

Jeremías minn, vegna vanrækslu minnar á þessu bloggi og vini mínum Björgvin gleymdi ég að afmælisbloggfæra hann. Hann átti afmæli þann 20 febrúar síðastliðin og var 26 ára gamall. Björgvin er góður vinur sem ég kynntist í þeim fagra bæ Fellabæ. Hann er nemandi við Háskólann á Íslandi og nemur þar fjölmiðlafræði. Þeir sem vilja óska honum til hamingju með afmælið geta sent sms í síma 8662066 eða commentað hér að neðan. Fyrir hönd Yndislegs lífs biðst ég innilegar afsökunar á þessum mistökum og vona að Björgvin finni það í hjarta sínu að fyrirgefa mér.

- Lífið er fyrirgefning syndanna -

21.2.06

Ég varð var við það á leiðinni í skólann um daginn að Íslendingar eiga allir nýlega bíla. Ef bíllinn þinn er eldri en 2003 árgerðin ertu bara úti. Mér datt í hug hvað væri hentugt ef bílar gætu farið í stríð. Íslendingar ættum mestan möguleika þar sem nýir bílar eru ferskari og betri en þeir eldri. Þannig myndum við byrja á því að gera innrás á Rússland þar sem Lödur eru í meiri hluta og eru þær algerar druslur. Síðan kom Olli félagi minn með þá hugmynd að Lödurnar gætu farið í svona Kamakasi dæmi. Fullar lödur af sprengiefni myndu því keyra inn í stór bílastæði og sprengja sig sjálfar. Þetta getur ekki klikkað

- Lífið er bílaeign -

Jæja ákvað að skipta sambloggurum í stráka og stelpu flokka, þar sem að ég þekki jafnvel meira fólk heldur en bara austfirðinga og fólk í sálfræðinni. Og eins og sést á ég miklu fleiri stelpu vini sem getur aðeins þýtt tvennt: Stelpur blogga frekar, enda hafa meira að segja heldur en strákar, samanber Hellisbúann. Nú hin ástæðan gæti verið að ég sé hommi, hvað haldið þið???

- Lífið er ??? -

18.2.06

Já laugardagur og dagurinn bara búinn að fara í afsleppelsi og huggulegheit. Gærkvöldið var gott þar sem ég kenndi Garðar, Jökli og Björgvin undirstöðuatriðin í Bridge og vorum við að til 5 um nóttina. Núna í kvöld mun ég fara í matarboð til Laugu og Olla í Árbænum og smakka grillað folaldakjöt. Nice. En Sigmar nokkur Bóndi góður félagi og kumpáni á sko sannarlega skilið að fá hér link á sína heimasíðu þar sem að hann bloggar mjög skemmtilega og er yfir höfuð skemmtilegur maður. Velkominn á blúsarasíðuna kallinn minn. Síðan er bara konudagurinn á morgun, verð að gera eitthvað sætt fyrir mína.

- lífið er huggulegheit -

16.2.06

Þriðja færslan í dag, nokkuð góður árangur. Ég hef verið að fá hótanir um líkamsmeiðingar og hvarf ástvina ef ég linka ekki eftirfarandi aðila, Kári, Ásdís og Erna. Ég vona að þetta fólk fyrirgefi mér og hætti að senda mér morðhótanir en um leið býð ég ykkur velkomin á síðu blúsarans

- Lífið er sátt -

(x) klesst bíl vinar/vinkonu
(x ) stolið bíl (foreldranna)
(x) verið ástfangin/n
(x) verið sagt upp af kærasta/kærustu
(x) verið rekin/n
(x) lent í slagsmálum (eða þurft að stía í sundur)
(x) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum
(x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
( ) verið handtekin/n
(x) farið á blint stefnumót
(x) logið að vini/vinkonu
(x) skrópað í skólanum
( ) horft á einhvern deyja
(x) farið til Canada
( ) farið til Mexico
(x) ferðast í flugvél
(x) kveikt í þér viljandi
( ) borðað sushi
(x) farið á sjóskíði
(x) farið á skíði (sem sagt í snjó)
(x) hitt einhvern sem þú kynntist á internetinu
(x) farið á tónleika
(x) tekið verkjalyf
(x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna...(Lífið er grimmt)
(x) legið á bakinu úti og horft á skýin
(x) búið til snjóengil
( ) haldið kaffiboð
(x) flogið flugdreka
(x) byggt sandkastala
(x) hoppað í pollum
(x) farið í "tískuleik" (dress up)
(x) hoppað í laufblaðahrúgu
(x) rennt þér á sleða
(x) svindlað í leik
(x) verið einmana
(x) sofnað í skólanum
( ) notað falsað skilríki
(x) horft á sólarlagið
(x) fundið jarðskjálfta
( ) sofið undir berum himni
(x) verið kitluð/kitlaður
( ) verið rænd/rændur
(x) verið misskilin/n
(x) klappað hreindýri/geit/kengúru(hef klappað geit og hreindýri)
(x) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi
( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla
( ) lent í bílslysi
( ) verið með spangir/góm
(x) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
( ) borðað líter af ís á einu kvöldi
(x) fengið deja vu
(x) dansað í tunglskininu
(x) fundist þú líta vel út
(x) verið vitni að glæp
(x) efast um að hjartað segði þér rétt til
( ) verið gagntekin/n af post-it miðum (þið vitið - þessum gulu
(x) leikið þér berfætt/ur í drullunni
(x) verið týnd/ur
(x) synt í sjónum
(x) fundist þú vera að deyja
(x) grátið þig í svefn
(x) farið í löggu og bófa leik
( ) litað nýlega með vaxlitum
(x) sungið í karaókí
( ) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum
(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
(x) hringt símahrekk
(x) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér
(x) stungið út tungunni til að ná snjókorni
(x) dansað í rigningunni
(x) skrifað bréf til jólasveinsins (vá hvað það er langt síðan)
( ) verið kysst/ur undir mistilteini
( ) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(x) blásið sápukúlur
(x) kveikt bál á ströndinni
( ) komið óboðin/n í partý
( ) verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
(x) farið á rúlluskauta/línuskauta
(x) hefur einhver óska þinna ræst
( ) farið í fallhlífastökk
( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig
(x) pissað úti

Já krakkar mínir hér er slúðrið beint frá æð. Þið sem þekkið mig ekki mjög vel ættuð að komast nær því núna, svona er ég meðal annars.

- Lífið er lag -

Your Porn Star Name Is...

Larry Loverod


ÉG hef einmitt verið að hugsa um að taka að mér hlutverk í klámmynd en alltaf látið nafnleysið stoppa mig, nú hef ég það Larry Loverod eða Lárus Ástarpinni eins og ég myndi snara því á íslenskuna.

- lífið er klám -

9.2.06

Hún Lauga skvís nældi mig og ákvað ég því að skrifa þetta niður

4 sjónvarpsþættir sem ég elska að glápa á:
Friends
Little Brittain
Family Guy
Cheers

4 kvikmyndir sem ég get horft á aftur og aftur og aftur…:
Dumb and dumber
Green mile
Forrest Gump
Chrismas vacation

4 heimasíður sem ég dinglast inná daglega:
www.hi.is
www.mbl.is
www.wulffmorgenthaler.com
www.b2.is

4 uppáhaldsmáltíðir
Skyrið hans pabba
lambalæri með alles
Hvítlauksbrauð á 67 Egilsstöðum
pekingönd á Krít

4 geisladiskar sem ég get hlustað á endalaust:
Blood sugar sex magic - Red hot chili peppers
Achtung baby - U2
Under a blood red sky - U2
Beautiful day - U2

ég næli alla sem ég hef linkað á síðunni minni

- lífið er næla -

1.2.06

Hm jæja það hefur verið mikið að gera, stofugangar er það eina sem ég get hugsað um í dag, en er einmitt búinn að ganga í stofur ásamt vösku liði að kynna stefnur Vöku og mál. Ég er búinn að setja allt annað á "hold" til 10 febrúar nema kannski síðbúið afmælisparty hjá Esther. Núna er bara stefnan á eina átt og það er að vinna fyrstu alvöru kosningar sem ég hef háð. Ég sit semsagt á þriðja sæti Vöku listans til stúdentaráðs. En þetta eru bara fréttir úr mínu lífi þessa dagana. Þetta er það eina sem ég geri núna og vonast til að geta birt skemtilegra blogg næst tútilú

- Lífið er kosning -