Er lífið yndislegt?

6.12.05

jesús kristur, já!!! ég ákalla þann góða mann þrátt fyrir áðurskrifaðar staðreyndir. Ég hef eitt síðustu þremur vikum mínum í lestur og verkefnavinnu útkoman er 5 þætt.

1. Ég er gjörsamlega tómur í hausnum, líður eins og ég sé geðklofi þar sem einbeting mín er ekki til staðar og ég get ekki meðtekið hlutina

2. Augun eru löngu búin að fara í verkfall vegna þreytu. Ég skynja núna með eyrunum og nefinu það sem ég þarf að sjá, merkilegur hæfileiki.

3. Axlir og bak eru orðinn einn deigklumpur vegna mikillar setu og ég er ekki frá því að það sé að myndast krippa.

4. Ég hef ekki hitt vini mína, fyrir utan sálfræði gengið, Björgvin og Esther í að verða einn og hálfan mánuð og sakna ég þeirra.... eitthvað.

5. Ég er þyrstur

Mig hlakkar til 17 desember en þá mun ég vonandi þreyta síðasta próf, eftir það er það endurhæfing í pípulögnu og verð ég að segja ég hef sjaldan verið jafn spenntur...... eða þannig. En nóg um mig hvernig hafið þið það???

- Lífið er ein móða -

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home