Er lífið yndislegt?

28.11.05

Um helgina heyrði ég unga snót, ca 25 ára gamla, herja á vinkonu sína mikilvægi trúar og trúarbragða í heiminum. Hún sagði að við missi trúarbragðakennslu í skólum misstum við mikinn þátt sögunar úr kennslu. Og einnig sagði hún að trúarbrögð væru ekki heilaþvottur. Ég hló innra með mér. a) Sögu kennsla í skólum á að leggja áherslur á atriði sem við vitum með vissu að hafa gerst. Og þar með haft áhrif á söguna. Biblían er bók sem var skrifuð af manni sem er í dag mesti metsöluhöfundur í heimi og hún var þýdd á nokkur tungumál. Það sem gerðist í Biblíunni er mjög líklega hugarburður þar sem að ekki er hægt að sanna innihald hennar frekar. B) Hvað eru trúarbrögð annað en heilaþvottur. Við fæðumst, erum skýrð án þess að hafa nokkuð um það að segja þó við ráðum seinna meir hvort við gerumst andkristin eða ekki. Einnig getum við bara litið á páfann og Hitler. Þeir eiga margt sameiginlegt skal ég segja ykkur. Þeir báðir koma að hópnum og boða yfir fólki einhverjum boðskap. Hvort sem boðskapurinn er góður eða ekki fer hann inn í huga fólks og fólk fer að lifa eftir þessum boðskap. Múgsefjun á sér stað í báðum tilvikum sem segir okkur ekkert annað en að þetta er heilaþvottur og ekkert annað. Einnig eru mörg stríð í heiminum háð vegna ágreininga mismunadi trúarbragða. Þið trúaða fólk megið reyna að koma með rök á móti en ég mun ekki haggast. Ég allavega segi trúum á okkur sjálf og okkur mun ganga vel

- Lífið er heilaþvottur -

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home