Er lífið yndislegt?

2.4.07

Breytingar

Það kemur ávallt að því í hvers manns lífi að hann verði að kveðja eitthvað eða einhvern. Það er komið að því í mínu lífi. Ég hef ákveðið að hætta að blogga hérna á Yndislegu lífi. Þó hef ég ekki hætt að blogga og hef flutt mig á aðra síðu. Þeirri síðu stjórna ég ásamt Söndru og er hér hægt að komast inn á hana
Ég hlakka til að sjá ykkur öll í Sandvin :D

- lífið er breytingum háð -

31.3.07

Nýr bloggari

Hún Eygló Rut vinkona bloggar eins og maniac þannig að það er einungis við hæfi að hún fái link hér á minni síðu, tékk it át!

- lífið er nýjir bloggarar -

29.3.07

Sundbolti

Ég fylgist mest megnis með körfubolta þessa dagana og nánast hættur að fylgjast með fótbolta. Þrátt fyrir það horfði ég á Spánn-Ísland í gær ásamt fríðu áhorfsneyti. Leikurinn gekk bærilega fyrir Íslendinga í fyrri hálfleik sökum þess að völlurinn var ófær og við vanari að hlaupa um í ófærð en spanjólarnir. Síðan þegar völlurinn var skafinn í hálfleik fór þetta að verða frekar mikil einstefna og 80% hálfleiksins sá maður ekki vallarhelming andstæðinganna.
Einnig sá ég Íslands goðið Eið Smára lulla þarna eftir vellinum eins og hann hefði eitthvað betra að gera annars staðar, reyndar var það þannig að ef hann kom við boltan var dæmt á hann. Hins vegar sýndis mér það vera þannig að þegar að Árni Gautur (markmaður) fékk boltann að þá sparkaði hann honum bara út í átt að Eið. Mín spurning er sú, er ekki bara betra að hafa ekki Eið og spila meiri bolta?

- lífið er erfiðari seinni hálfleikur -

26.3.07

Löggimann

Lögreglan, ég veit ekki hvað ég hef lesið mörg blogg um þessa ágætis sveit. Flest eru bloggin um það hversu ömurlegir þeir eru við að stunda sína vinnu og ósanngjarnir. Hins vegar tek ég flestum þessum bloggum með varúð þar sem að þetta er oft (segi ekki alltaf) einhverjir reiðir einstaklingar af því að málið fór ekki eftir þeirra höfði og skrifa því um málið eins og þeir sjá það. Hins vegar langar mig að hrósa lögreglunni fyrir vel unnin störf um helgina. Ég sem leigubílstjóri varð mikið var við lögregluna um helgina þar sem að þeir stoppuðu menn og létu blása. Úr varð að þeir tóku 13 manns sem ekki tímdu að borga 1500 - 3000 kall í leigubíl en þurfa nú að borga um 100.000+ krónur og missa prófið í ákveðinn tíma. Og annað mikilvægara að þá eru þeir ekkert í því að stofna lífum í hættu. Þess vegna vona ég að ég eigi eftir að sjá meira af þessu hjá þeim lögreglumönnum í framtíðinni. Go Logreglan..

p.s. Það var samt ákveðið gaman að geta bara keyrt áfram án þess að vera stoppaður af því að maður var á leigubíl. :D

- lífið er jú bara nokkuð réttlátt -

24.3.07

Merkilegt hvað þetta líf er undarlegt. Maður fæðist, lærir, étur, vinnur og sefur. Enginn veit til hvers lífið er í raun og veru og það helsta sem mér dettur í hug er að tilgangurinn með því sé að gera heiminn að betri stað fyrir komandi kynslóðir, já og vissulega að lifa lífinu til fulls. Sumir deyja snemma á lífsleiðinni og aðrir seint og hvað sem þú gerir getur þú ekki ráðið því hvenær kemur að því, nema vissulega að taka að sjálfur. Flestir eignast fjölskyldur en margir lifa einir. Fólk vinnur og vinnur og ef ekki lifa þeir á götunni. En hvernig er það eru ekki bara 5 hnífar í 6 hnífa settinu hjá Vörutorgi?

- lífið er ? -

18.3.07

- Í dag 18.03 á Sandra Björg Sigurjónsdóttir afmæli. 22 ára er stúlkan og er því fædd það herrans ár 1985.
- Söndru kynntist ég í Háskóla Íslands árið 2005 þar sem við stundum bæði nám í dag. Við fórum að kynnast betur og betur og svo allt of vel og erum saman í dag
- Sandra er í fríi í dag og ætlum við að eyða deginum með fjölskyldu hennar heima hjá henni í Hafnarfirðinum. Hamingjuóskum er hægt að koma til skila í síma 8671932 eða commenta hér fyrir neðan.
- Fyrir hönd Yndislegs lífs óska ég Söndru til hamingju með daginn og vona að hann verði sem ánægjulegastur

- Lífið er afmæli -