Er lífið yndislegt?

29.3.07

Sundbolti

Ég fylgist mest megnis með körfubolta þessa dagana og nánast hættur að fylgjast með fótbolta. Þrátt fyrir það horfði ég á Spánn-Ísland í gær ásamt fríðu áhorfsneyti. Leikurinn gekk bærilega fyrir Íslendinga í fyrri hálfleik sökum þess að völlurinn var ófær og við vanari að hlaupa um í ófærð en spanjólarnir. Síðan þegar völlurinn var skafinn í hálfleik fór þetta að verða frekar mikil einstefna og 80% hálfleiksins sá maður ekki vallarhelming andstæðinganna.
Einnig sá ég Íslands goðið Eið Smára lulla þarna eftir vellinum eins og hann hefði eitthvað betra að gera annars staðar, reyndar var það þannig að ef hann kom við boltan var dæmt á hann. Hins vegar sýndis mér það vera þannig að þegar að Árni Gautur (markmaður) fékk boltann að þá sparkaði hann honum bara út í átt að Eið. Mín spurning er sú, er ekki bara betra að hafa ekki Eið og spila meiri bolta?

- lífið er erfiðari seinni hálfleikur -

2 Comments:

  • hef svo sem ekkert um þessa færslu að segja...hins vegar er ég nú komin með splúnkunýja bloggsíðu svo ég heimta link! blog.central.is/eyglorut...tjékk it át ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:53 e.h.  

  • Eiður á ekkert heima í þessu liði hvort sem það er vegna þess að hann nennir því ekki eða hann sé jafnvel of góður fyrir þetta blessaða landslið...

    Landslið í þessum gæðaflokki verður að berjast þar til það kastar upp blóði...Það gerir Eiður ekki...

    Hann er bara ekki með...

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:16 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home