Er lífið yndislegt?

26.3.07

Löggimann

Lögreglan, ég veit ekki hvað ég hef lesið mörg blogg um þessa ágætis sveit. Flest eru bloggin um það hversu ömurlegir þeir eru við að stunda sína vinnu og ósanngjarnir. Hins vegar tek ég flestum þessum bloggum með varúð þar sem að þetta er oft (segi ekki alltaf) einhverjir reiðir einstaklingar af því að málið fór ekki eftir þeirra höfði og skrifa því um málið eins og þeir sjá það. Hins vegar langar mig að hrósa lögreglunni fyrir vel unnin störf um helgina. Ég sem leigubílstjóri varð mikið var við lögregluna um helgina þar sem að þeir stoppuðu menn og létu blása. Úr varð að þeir tóku 13 manns sem ekki tímdu að borga 1500 - 3000 kall í leigubíl en þurfa nú að borga um 100.000+ krónur og missa prófið í ákveðinn tíma. Og annað mikilvægara að þá eru þeir ekkert í því að stofna lífum í hættu. Þess vegna vona ég að ég eigi eftir að sjá meira af þessu hjá þeim lögreglumönnum í framtíðinni. Go Logreglan..

p.s. Það var samt ákveðið gaman að geta bara keyrt áfram án þess að vera stoppaður af því að maður var á leigubíl. :D

- lífið er jú bara nokkuð réttlátt -

3 Comments:

 • go logga go logga gott eg var bara full herna i Uruguay og kann ekki lengur ad keyra

  By Anonymous Nafnlaus, at 7:26 e.h.  

 • væri samt mega svalt ef löggan heima myndi taka dönsku lögguna sér til fyrirmyndar og rölta niður Laugaveginn á Íslenskum gæðingum... úú það væri úber kúl! :D

  By Anonymous Nafnlaus, at 4:22 e.h.  

 • Já, go löggan!
  Hún fær allt of lítið respect í dag..

  By Anonymous Nafnlaus, at 9:12 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home