Er lífið yndislegt?

18.2.06

Já laugardagur og dagurinn bara búinn að fara í afsleppelsi og huggulegheit. Gærkvöldið var gott þar sem ég kenndi Garðar, Jökli og Björgvin undirstöðuatriðin í Bridge og vorum við að til 5 um nóttina. Núna í kvöld mun ég fara í matarboð til Laugu og Olla í Árbænum og smakka grillað folaldakjöt. Nice. En Sigmar nokkur Bóndi góður félagi og kumpáni á sko sannarlega skilið að fá hér link á sína heimasíðu þar sem að hann bloggar mjög skemmtilega og er yfir höfuð skemmtilegur maður. Velkominn á blúsarasíðuna kallinn minn. Síðan er bara konudagurinn á morgun, verð að gera eitthvað sætt fyrir mína.

- lífið er huggulegheit -

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home