Er lífið yndislegt?

11.11.05

Á hverjum morgni get ég glatt mig á því að rökhugsun mín er betri heldur en hjá mörgum. Alltaf þegar ég ætla að leggja við skólann legg ég svolítið langt frá. Segjum 150 metrum, venjulega ekki lengra en það. Þetta fær reyndar farþega mína, Björgvin og Esther, til þess að kvarta mikið og koma með blammeringar eins og ,,Viltu ekki bara leggja við flugvölinn?". En á þessari tveggja mínútna göngu okkar að skólabyggingunni, ca 187 skref, löbbum við framhjá fullt af bílum sem eru að hringsóla um bílastæðin næst byggingunni í leit að 100 metra "afslætti". Ég hlæ alltaf innra með mér vitandi það að þegar ég fer út seinna um daginn mun ég labba að bílnum mínum og sjá þar standa, við hliðná mínum bíl, bílana sem voru að leita að stæði rétt áður. Þar að segja ef þeir eru þá ekki upp á miðri gangstétt eða lobbyi skólabyggingarinnar. Þá hugsa ég með mér að, í staðinn fyrir að eyða tíma mínum í að blóta í gríð og erg vegna pirrings við að finna ekki stæði, að þá labbaði ég bara mína 150 metra ánægður fyrir að komast inn í bygginguna. Hvernig væri að fólk hætti þessari þrjósku, í mínum huga frekju, og fatti það að fyrstur kemur fyrstur fær og fatti það að 100 metrar er ekki langt labb.

-Lífið er labb-

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home