Er lífið yndislegt?

10.11.05

Af hverju í ósköpunum eru karlmannshattar ekki í tísku. Tók smá rúnt með Loga og Gylfa á nýja Poloinum sem hefur hlotið nafnið Waderinn. Á leið okkar niður laugaveginn á svarta hnakkabílnum með topplúguna smá skáhallandi og Snoop dog í botni, keyrðum við framhjá búð þar sem gína stóð í ullarfrakka, með trefil og með hatt (líkt eins og Al Capone og Dick Tracey). Þetta er virkilega snyrtilegur klæðnaður, MJÖG töff, hlýr og alveg örugglega ekki óþægilegur. Ég sé fyrir mér alla í svona klæðnaði, allir að koma úr leikhúsinu, með peningaseðlana í CashClipunum, veifandi á leigubílinn sem koma akandi eftir gufumettuðum götunum. Hvað er þetta töff ímynd???

-Lífið er töff-

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home