Er lífið yndislegt?

5.4.06

Jæja nokkrar breytingar, hef ákveðið að skipta þessu upp á milli daga, þar að segja hvað ég les á hverjum degi eins og sjá má hér til hliðar. Ef þið eruð ósátt við daginn ykkar þætti mér gaman að heyra það.

Annars er það af mér að frétta að ég var að skila í síðustu viku fyrsta lokaprófinu mínu, gekk það frekar vel enda heimapróf. Þar með er fyrsta áfanganum í félagsfræðinni lokið. Ég er núna að skrifa um sjálfsmorð og svona skemmtilegheit :D ritgerð sem á að skila á föstudaginn. Arsenal tekst á við Juventus í dag og erum við 2-0 yfir þannig að við erum samasem komnir í undanúrslit nema að Juve taki þetta 3-0.

Annars er ég hress, vorið að koma, austurland um páskanna, ástfanginn upp fyrir haus, peningalaus og óvitlaus, er hægt að biðja um eitthvað betra???

Lofa að blogga meira.....

- lífið er yndislegt -

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home