Er lífið yndislegt?

20.3.06

Jesús minn og Jeremías ég gleymdi að afmælisblogga hana Söndru, en svona til að segja ykkur örstutt frá henni að þá kyntist ég henni í Sálfræðinni og kynnstist ég henni fljótt í gegnum félagsstörfin þar. Mér leist vel á þessa stúlku um leið og ég sá hana fyrst þar sem að ég sá að þetta væri mín týpa. Hún er ægilega sæt og reyndist einnig vera skemmtileg og vel gefin. Ég var ekki lengi að nota mína "töfra" á hana og búmm við byrjuðum saman. Ástæðan fyrir að ég gleymdi að blogga um hana var sú að ég var náttúrulega með henni alla helgina og var ekkert að pæla í bloggi þá. En ef þið viljið óska henni til hamingju með 21 árs afmælið sem var þann 18 þá endilega commentið fyrir neðan eða sendið sms í 8671932. Afmælisdagurinn fór í afsleppelsi heima hjá henni þar sem fjölskylda hennar mætti og snæddi kökur og með því. Síðan var farið í afmæli hjá Jóni Einari en hann á afmæli á morgun. Til hamingju með afmælið Sandra :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home