Er lífið yndislegt?

4.11.05

Jæja það er kominn nýr dagur. Frá því kl 8 á mánudagsmorgun eru liðnir 95 og hálfur af þeim tíma hef ég:
- Eytt 27 tímum í svefn
- 4 og hálfum tíma í bridge með foreldrum mínum
- 48 tímum í Odda
- 4 tímum í að útrétta hluti
- 3 tímum í ökupróf og ökuæfingu
- 1 klukkutími í Kringlunni
- 4 Klukkutímar í tímum í skólanum
- 4 Tímar í video gláp (Seinfeld og Vinir)

Ég er að verða brjálaður. Dæmi:
- Var að keyra í skólann á miðvikudagsmorgun, og fór að hugsa mér að ef við tökum einstakling og segjum að hann lifi í 80 ár. Hvað ætli sé hægt að búa til langa mynd ef það er tekið fyrir allt sem hann upplifir, þar að segja allt sem skynfæri hans upplifa. þá er hægt að taka semsagt hverja sekúndu sem hann upplifir og margfalda með skynfærunum. segjum bara einföldustu skynfærin, Nef, augu, munnur, tunga, húð, eyru. Tökum þetta sem dæmi. ég er búinn að reikna að í 80 árum séu 960 mánuðir, 29220 dagar (með hlaupárum)701280 klukkustundir, 42076800 mínútur, og 2524608000 sekúndur. Semsagt. Í raun og veru upplifum við í gegnum skynfæri okkar sem eru 6 (eru reyndar miklu fleiri en þetta eru þau sem ég taldi upp til einföldunar á dæmi mínu) 15147648000 sekúndur, 2525608000 mínútur, 4207680 klukkustundir. Og svo framvegis. Semsagt ef þú ert út á leigu með kærustunni/anum, og sérð mynd um líf Bergvins sem var akkurat 80 ára og lítur á mínutufjölda myndarinna sérðu 2525608000 mínútur, þá er nú betra að leigja Police Academy 1 sem er 87 mínútur, nema þú hafir nægan tíma. Svona hugsa ég á morgnana.

- Lífið er sko sannarlega LANGT -

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home